Efnahagslegt hryðjuverk
Fimmtudagur, 2. september 2010
Íslendingum ber ekki skylda til þess að greiða skuldir einkabanka.
Framganga breska ríkisins sem keypti Icesave kröfurnar hefur kostað Íslenska þjóð allt of mikið.
Réttilega ættu Íslendingar að krefjast skaðabóta frá þeim sem settu hryðjuverkalög á landið.
Það var einfaldlega framið efnahagslegt hryðjuverk hér á landi.
Ef þessar klyfjar verða hlekkjaðar við íslenska þjóð til þess eins að fullnægja draumum og trú minnihluta þjóðarinnar og eins stjórnmálaafls, um innlimum í Evrópuveldið. Þá má gera ráð fyrir því að stór hluti þjóðarinnar taki því ekki þegjandi, hversu langt á þessi leikur að ganga?
Íslendingar greiði vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í stað þess að semja um vexti og afborgunarskilmála ættu samningaviðræur að snúast um skuldajöfnun á skaðabótakröfu Íslands á móti kröfum innstæðueigenda sem breska ríkið ákvað að yfirtaka. Í raun ætti samninganefndin að spyrja hversu mikið Bretar ætla að borga okkur en ekki hversu mikið við eigum að borga þeim! Ef samningamennirnir væru hollir sinni þjóð myndu þeir mælast til þess að Bretar greiði Hollendingum þeirra kröfur og felli niður sína eigin, gegn því að Ísland felli niður kröfu um skaðabætur af hálfu Breta. Þannig myndi öll þessi flækja detta niður dauð og engin þörf væri á frekari málaferlum eða samningaviðræðum. En þá yrðu líka samninganefndirnar atvinnulausar og því ólíklegt að þær stefni að slíkri niðurstöðu, það hentar þeim eflaust miklu betur að halda áfram sinni lönguvitleysu og þiggja háar greiðslur fyrir. Almenningur borgar brúsann...
Guðmundur Ásgeirsson, 3.9.2010 kl. 11:33
Það sem stjórnmálamenn skortir í dag er bæði kjarkur og sýn á heildarmyndina. Það veldur því að þeir sjá ekki hver raunveruleg samningstaða okkar er.
Íslendingar hafa ekki efni á því að hafa fólk við völd er bara hugsar um völd. Þannig fólk hugsar ekki um hagsmuni heildarinnar.
Hecademus, 3.9.2010 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.