Hreyfingar sem standa fyrir hverju?

Getur einhver skilgreint hérna á mannamáli hver munurinn er á Hreyfingunni og Borgarahreyfingunni?

hreyfingin.jpgborgarahr-logo_bigger.gif

 


mbl.is Nýr formaður Borgarahreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er stefna þessara afla þegar kemur að Evrópumálum?

Spyrjandi (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 23:19

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ha ekki ég.

Sigurður Haraldsson, 25.9.2010 kl. 23:37

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Stefnan - hvað er að ykkur - skv. myndinni er konan gullfalleg -

Borgarahreyfingin gerði út á dósaberjarabyltinguna - kom 4 á þing - einn datt í sjóinn og gekk til liðs við VG - hin bjuggu til Hreyfinguna sem leggur aðallega stund á lýðskrum og þvætting.

Þór Saari nær ekki lengur upp í þá staðreynd að þegar hann settist á þing höfðu margir trú á honum - sú  trú er farin nema hjá næsta kjarnanum í krngum hann.

Þessi kona á varla eftir að breyta neinu - gnarr átti að vera lausnari Reykvíkinga en er orðinn smánarblettur borgarinnar -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.9.2010 kl. 09:58

4 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

hæ, og góðan dag,það væri voðalega gott að fá að vita af hverju Borgarahreyfingin sprakk, var það út af peningum.? eða hverju? nú styttist í kosningar, hinn almenni er orðin meira en blankur, og stór hluti af fyrrverandi

stórlöxum m.a. þeir sem keyptu í byr stefna í gjaldþrot.Jóhanna er orðin fullorðin hún átti góða spretti hér í denn eins og Eyður Smári en þeirra tími er liðinn.

Bernharð Hjaltalín, 26.9.2010 kl. 10:03

5 identicon

Eg veit ekki hvað gengur að ykkur eg held að þettað se það skritnasta þjoð felag a norðurhveli maður hliturn að hafa gert eitthvað mikið af ser að vera holað niður a þettað sker  RG

Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 10:55

6 Smámynd: Daði Ingólfsson

Það er ekki nema von að fólk klóri sér í hausnum yfir þessu öllu, enda ekki einfalt mál.

Það væri hægt að byrja söguna við upphaf hrunsins, en ég skal reyna að útskýra þetta í sem allra stystu máli.

Borgarahreyfingin var stofnuð af mörgum grasrótarhópum og áhugafólki um bætt samfélag. Þar var misjafn sauður, en allir áttu það sameiginlegt að vilja betra og réttlátara þjóðfélag. Fyrir kraftaverk og mikla vinnu kom Borgarahreyfingin fjórum á þing, en hafði í asanu gleymt að skrifa formlega niður skipulag hópsins eftir kosningar. Þá var drifið í þeirri vinnu og settur á stofn hópur sem skrifaði samþykktir Borgarahreyfingarinnar.

Á meðan á þessu stóð fór kosninga- og kraftaverkamóðurinn af þessu baráttufólki, og það fór að berjast við daglega hluti og gera upp misklíð sem var bæld niður í hita leiksins. Það kom fljótlega í ljós að það áttu ekki allir skap saman í þessum hóp - enda mjög mismunandi áherslur, persónur og skapsmunir þarna innanborðs. Svo kom að því að samþykktir samþykktarhópsins voru kynntar, og þá varð sumum ekki um sel. Um var að ræða ótrúlega vel skrifað og metnaðarfullt plagg sem tók vel á mörgum atriðum sem gætu komið upp við rekstur stjórnmálaflokks... en það var líka þar sem skildi á milli. Sumir í hópnum vildu ekki vera hluti af stjórnmálaflokki - alla vega ekki hefðbundnum.

Þá var hafist handa við að semja aðrar samþykktir, sem fólu í sér valdaleysi og "flatan strúktúr". Allir höfðu jafnan rétt, enginn ræður og allir hafa aðgang að öllum, bæði innan frá og utan, þeas. maður þarf ekki að vera í hreyfingunni til að hafa áhrif. Svo var kosið um samþykktirnar tvær - og þær fyrrnefndu fengu meirihluta. Viss hluti Borgarahreyfingarinnar, þar á meðal þingmennirnir, mátu þá stöðuna þannig að þeim væri ekki vært lengur - hugmyndin var komin of langt frá þeirra hugsjónum - og stofnuðu Hreyfinguna.

Nú eru málin komin svo að Borgarahreyfingin "er með" fjármunina, og hefur gert marga góða hluti með þá - ma. haldið uppi "Húsinu", sem hýsir grasrótarstarfsemi hverskonar. Hreyfingin hefur hins vegar þingmennina, sem hafa gert mikið gagn á þingi.

Punkturinn er að aðskilnaðurinn skipti engu máli - þarna er ennþá baráttufólk báðu megin að vinna eftir bestu samvisku við að koma á betra þjóðfélagi. Stefnuskrá beggja hópa er sú sama, sú sem var upphaflega samþykkt þegar allt lék í lyndi.

Það fylgir svo sem neðamálsgrein að síðan aðskilnaðurinn var er mjög þiðnað milli þessara tveggja hópa og mikil og góð samskipti eru á milli einstaklinga þar.

Þetta er ein söguskoðun. Það má vel vera að margir sem voru þarna í hringiðunni hafi upplifað þetta á annan hátt. Ég skora á þá að setja hér sína sögu.

Bestu kveðjur

Daði Ingólfsson

Daði Ingólfsson, 26.9.2010 kl. 11:41

7 Smámynd: Hecademus

Þakka þér fyrir greinagott svar Daði.

Hecademus, 26.9.2010 kl. 12:00

8 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Daði útskýrir þetta ágætlega hér að ofan. Stefnuskrárnar eru eins. En kannski má glöggt sjá hvernig hópurinn var saman settur á því hvert hver og einn hefur horfið. Einn fór til Vinstri grænna og þrír komu sér fyrir utan BH, í og stofnuðu Hreyfinguna. Borgarahreyfingin inniheldur nú, einhverja varaþingmenn en erfitt er að henda reiður á því hver er hvar hvers er hvurs og hver á hvað.

Grundvallar vandamálið var að þeir sem buðu fram saman undir regnhlífinni Borgarahreyfingin voru ólíkir hópar, ólíkir aðilar með mismunandi grundvallarhugsjónir og skoðanir en höfðu þó flest staðið saman með einum eða öðrum hætti eftir hrunið.

Óhætt er að segja að enn þann dag í dag eru þetta fulltrúar almennings á þingi. Mútugreiddir pólítíkusar uppnefna slíka aðila lýðskrumara. Það er sem sagt bara flott að vera kallaður lýðskrumari þá ertu örugglega að gera almenningi í landinu eitthvað gott og mútugreiddu flokksfíflin eru hræddir við þig.

Það er sem sagt enginn sérstakur munur á Borgarahreyfingunni og Hreyfingunni annar en valdastrúktúrinn í stjórninni og hugsjónir einstaklinganna sjálfra.

Baldvin Björgvinsson, 26.9.2010 kl. 12:08

9 Smámynd: Grétar Eiríksson

 Flott útskýring Daði :-)

 Og ég upplifi þetta svona, Borgarhreyfinginn var til í hita Byltingarinnar og urlaði og kurlaði af allskonar fólki með alskonar lífsýn, en allir með sameiginlegt markmið sem var að Fjórflokknum YRÐI að koma frá !

 Svo eftir kosninngar fóru margir í persónulegar og málefnalegar skotgrafir, sem endaði með að á Landsfundi voru tvær samþyktir til kjörs ! Önnur til að breyta BH meira í átt að Flokks-maskínu, hin til að rjúfa frekar og sterkar "Flokksskipulag" BH ! svo fór að Flokks-samþykktirnar voru sammþyktar (vonlaust að sameina þær undir einn hatt), svo helmingur fundarinns stóð upp og labbaði brott !

 Svo tók hópurinn er upp stóð sig saman og stofnaði Hreyfinguna, þar sem Flokks-verklagi er algerlega hafnað (ekki einusinni með Félagaskrá), en SAMA stefnuskrá er hjá BH og Hreyfingu, enda var það plaggið sem boðið var fram undir, og stefnuskrá má ekki breyta nema þá rétt fyrir kosninngar, annað væru svik við Athvæðið mikilvæga.

Lög - BH - Samþykktir Hreyfingar - Stefna BH og Hreyfingar

 Og þingmenn Hreyfingar starfa daglega með einstaklingum og Grassrótarhópum sem EKKI eru partur að aðal-fyllgismönnum-Hreyfingar (ekki hægt að tala um Félagsmenn), því eitt að aðalatriðum Hreyfingar er sá að EINSTAKLINGUR er og verður EINSTAKLINGUR, og gengi gegn eigin stefnuskrá að vera með skráða og innmúraða félagsmenn og á sömu stund að berjast fyrir Persónu-kjöri ÞVERT á alla lista !

 BH fékk aurinn við skilnaðinn, Hreyfinginn starfar án fjármagns (reyndar hefur þinghópur einn aðstoðarmann), en eitt af grunnkröfum Hreyfingar er að lækka verulega styrki til Pólitíkur, þannig að allir "flokkar" óháð stærð fengi sömu grunn upphæð frá ríki, sem stæði straum að lágmarks útgjöldum, verður að vera svo til að rjúfa tengsl við kostunnaraðila úr samfélaginnu, sem alltaf skapa tortryggni og "klapp á rétt bak".

 vona að þetta innlegg mitt ásamt innlegi Daða útskýri smá í hverju munurinn lyggur.

Grétar Eiríksson, 26.9.2010 kl. 12:15

10 identicon

Ég veit ekki alveg hvar Grétar lærði að reikna, en það var enginn helmingur sem labbaði út á aðalfundi Bh fyrir ári síðan.  Ca. 15 manns hurfu af fundi með þingmönnunum.  Daði útskýrir þetta ágætlega, en Grétar er greinilega of tengdur litlu börnunum sem ekki fengu.

Borgarahreyfingin hefur reynt að vinna þjóðfélaginu gagn á meðan að þingmenn Hreyfingarinnar hafa gert betur en flest allir aðrir til að breyta hinu "háttvirta" alþingi.  

Allt þetta fólk er að vinna að sömu hugsjónunum í grunninn og eftir því sem ég hef heyrt, verið að vinna saman upp á síðkastið.

Ragna (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 12:52

11 identicon

Baldvin Björgvinsson, 26.9.2010 kl. 12:08

"pólítíkusar uppnefna slíka aðila lýðskrumara. Það er sem sagt bara flott að vera kallaður lýðskrumari þá ertu örugglega að gera almenningi í landinu eitthvað gott og mútugreiddu flokksfíflin eru hræddir við þig."

Pólitíkusar vita ekki hvað lýðræði er í dag. Þeir eru að verja falskt lýðræði. Því þarf að breyta, það mun þó ekki breytast fyrr en "lýðskrumararnir" taka yfir stjórn á landinu

Angus (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 12:56

12 Smámynd: Grétar Eiríksson

Ragna nenni ekki í skotgrafir ! jú ca helmingur labbaði út, reyndar labbaði helmingur af helminng út eftir að kosið var um samþykktir, enda um otanaðkomandi að ræða sem eingöngu komu til að kjósa samþykktir sem kosnar voru en ekki til að taka þátt í starfinu !

 það var mjög athygglivert að horfa á heilu fjölskyldurnar labba burt eftir athvæðagreiðslu !

 EN ekkert hef ég á móti BH þótt vissulega sé mér illa við nokkrar persónur þar, en nú er svo komið að þessar persónur eru ekki lengur í stjórn BH og því fagna ég mjög, enda BH flottur félagskapur og allur meirihluti frábært fólk :-)

 En stotgrafir nenni ég ekki í, það var slæmt ástandið síðasta sumar framað umræddum landsfundi, en þar var einfaldlega splittað og hver hélt sinni ferð áfram :-) en tilgangslaust að fara í skotgrafir yfir liðnum hlut, næg eru verkefninn sem vinna þarf, og flott að sjá endurnýjun á stjórn BH :-) og vonandi kemur BH inn af auknum krafti í framtíðinni okkar miklvægu :-)

en helmingur var það og helmingur skal það heita

Grétar Eiríksson, 26.9.2010 kl. 13:03

13 Smámynd: Grétar Eiríksson

BH og Hreyfing hafa ekki sem slík verið að vinna saman, en fólk úr BH og fólk úr Hreyfingu hafa unnið saman, enda fullt af flottum einstaklingum báðu meginn :-)

Grétar Eiríksson, 26.9.2010 kl. 13:05

14 identicon

Getur enginn svarað því hver stefna BH og Hreyfingarinnar er í Evrópumálum?

Maður myndi halda að þessi öfl þyrftu að skilgreina sig svolítið á þeim nótum til þess að fólkið í landinu geti tekið þau alvarlega. Við erum nú að tala um stærsta málefni fyrr og síðar

Spyrjandi (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 13:16

15 Smámynd: Daði Ingólfsson

Sæll Spyrjandi

Það er ekkert í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar né Hreyfingarinnar um Evrópumálin. Markmið þessara afla er að koma málunum á stefnuskránni í framkvæmd og leggja sig svo niður. Öll önnur mál eru persónubundin og margar skoðanir á þeim innan beggja afla.

Ég vona að þetta svari spurningunni.

D.

Daði Ingólfsson, 26.9.2010 kl. 13:32

16 Smámynd: Grétar Eiríksson

þótt ég sé "innvinklaður" í Hreyfinguna þá get ég ekki skilgrent ESB stefnunna ! EN persónulega get ég ekki séð að hún skifti máli meðan AGS er að éta okkur út á gaddinn ! sömuleiðis finnst MÉR ótímabært að tala vð ESB meðan þeir beita Icesave kvalræði ! þótt vissulega sé kannski vert að "skoða hvað er í boði" sorry en það er ekkert til sem heitir "að skoða", við erum komin í BEINHARÐAR AÐILDARVIÐRÆÐUR sem ekkert getur stoppað nema að þjóðinn felli þegar kosið verður um "samninnginn", hér er hafinn reglugerða aðlögun, hér hefur verið sótt um aðild ! það sem Þingmenn og fl komust að eftir kosninngar var að "könnunnarviðræður" þær er XS básúnaði, eru ekki til ! heldur er um BEINHARÐA umsókn að ræða sem ekkert getur stöðvað nema að slíta viðræðum eða felling í Þjóðarathvæði ! það er þessvegna sem ESB hefur miklar áhyggjur að litlu fylgi Almenning hérlendis !

 EN eins og staðan er hér í dag þá er aukaatriði FINNST MÉR hvort verið er að sækja um ESB aðild eður ei, heldur snýst dagurinn um hvort hér verði byggilegt eður ei ! það er AGS sem er krabbameinið sem er að heppnast að soga til sín allar okkar auðlindir og kemur í veg fyrir framþróunn með Almannahagsmuni að leiðarljósi ! kemur í veg fyrir Almennar aðgerðir í þágu Fólksinns, heimtar 150% skuldahámark á Sveitafélög og þess háttar "ÞJÓÐARÞJÓFNAÐ" !

ÉG tek fram að þetta er MÍN skoðun, en stefnu BH og Hreyfingar í ESB málum er ég ekki með á hreynu !

Grétar Eiríksson, 26.9.2010 kl. 13:33

17 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þessi spurning spyrjanda um hvar BH og Hreyfing eru í Evrópumálum er góð og gild. Svar Daða er líka nákvæmt, Evrópumálin eru ekki í stefnuskránni. Þar er hinsvegar sú ósk að þjóðin sjálf megi kjósa um svona mikilvæg málefni.

Ég tel víst að innan allra miðstýrðu flokkanna sé á þessu stigi klofningur sem varða evrópumálin. Flokkarnir fjórir voru með yfirlýsta stefnu í þeim málum fyrir kosningar en sú stefna þeirra virðist ekki eins skýr í dag.

Margur einstaklingurinn hefur líka verið óviss í skoðunum á þessum tímum enda eru alltaf að koma upp nýjar upplýsingar varðandi evrópumálin og staðan jafnvel ekki sú sama og fyrir kosningar.

Í ljósi þess er mikilvægt að þingmenn geti tekið afstöðu útfrá stöðu mála hverju sinni. Þingmenn eiga að fylgja eigin sannfæringu í málfefnum þjóðarinnar. Að mínu mati er það því beinlínis hættulegt þegar þingmönnum er "gert" að taka afstöðu "flokksins" framyfir sína eigin.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.9.2010 kl. 15:22

18 identicon

Mér sýnist á athugasemdum hér að það sé eiginlega bara formsatriði að gefa Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna saman á ný. Eftir hverju er verið að bíða?

Kjartan á móti (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 17:05

19 Smámynd: Daði Ingólfsson

já, Kjartan. Það mætti halda svo. Etv. verður það hægt í fyllingu tímans, en þetta var ekki gert af léttúð á sínum tíma, og enn er ekki gróið um heilt. Svo má ekki gleyma því að þetta gekk illa á meðan þessar tvær fylkingar voru saman, en afar vel núna þegar þær eru í tvennu lagi... Við verðum að horfa til reynslunar.

Svo virðast hóparnir tveir virka í mismunandi skipulagi. Það er afar erfitt að búa til samþykktir sem tækju jafnt tillit til óska beggja - en það verður vonandi reynt þegar fram í sækir. Núna er fólk bara að einbeita sér að því að gera gagn, hver á sínum vettvangi.

Daði Ingólfsson, 26.9.2010 kl. 17:58

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef einhver efast um að við þurfum á því góða fólki að halda inni á Alþingi sem þessir 3 fulltrúar hafa reynst vera þá er ekkert við því að segja.

Flestir aðrir en trúhneigðir flokksdindlar munu geta samþykkt að Þór Saari er sterkur málafylgjumaður, vel máli farinn ódeigur. óspilltur og erfiður andstæðingur. Konurnar tvær hafa einnig hlotið mikið lof fyrir sína frammistöðu og sannarlega átt hana skilið.

Löng kynni mín af venjubundnum viðbrögðum flokksdindla koma mér ekki á óvart né heldur ótti þeirra við hið óvænta.

Árni Gunnarsson, 26.9.2010 kl. 18:14

21 identicon

Sjálfur kaus ég Borgarahreyfinguna 2009 og Besta flokkinn 2010 og hef enn ekki þurft að iðrast þess. Í mínum huga eru þetta svipuð fyrirbrigði þó svo að sitthvort fólkið standi að baki. Sama gildir auðvitað um Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna þó svo að deilt hafi verið um samþykktir og innra starf. Hefur einhver í alvörunni velt því fyrir sér hvernig samþykktir og innra starf Besta flokksins er háttað?

Það er alltaf sami flokkurinn sem græðir á sundrung hinna. Þess vegna verður strax að fara að huga að næstu kosningum sem eru líklegast ekki langt undan.

Kjartan á móti (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 20:27

22 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þið sem eruð að þrátta um fjölda fólks, þá var það þannig að um kvöldið þegar báðar fylkingar hittust hvor á sínum stað þá voru 23 þegar flest voru hjá BH en 35 þegar flest voru hjá Hreyfingunni. Þetta eru áreiðannlegar heimilidir, svo við getum alveg gengið út frá því að um ca. helmingaskipti var að ræða, því að við getum gengið út frá því að ekki hafi allir komist nú eða viljað fara á þessa staði um kvöldið.

En það sem mestu máli skiptir er að það eru bara góð samskipti millum þessa fólks í dag og greinilega þurfti að skipta hópnum upp og báðir hópar eru að gera mjög góða hluti hvor með sinni aðferðafræði og það má ekki gleyma að hrósa BH fyrir Húsið.

Ég ætla bara að sjá hvað ESB samningurinn hefur til að bjóða, ég er eins og Grétar orðar það "innvinklaður" í Hreyfinguna eða eins ég hef orðað það át samleið með hópi fólks sem notum orðið eða nafnið Hreyfingin til að nálgast hópa syndrúmið eins mikið og okkur þóknast en eins lítið og við komumst upp með og er á móti ESB en ég ætla að fylgjast með og taka þátt í umræðunni og taka svo endannlega ákvörðun þegar og ef að ég fæ að kjósum það.

Enn annars tek ég undir orð Daða hér að ofann.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.9.2010 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband