Íþróttamaður ársins
Sunnudagur, 26. september 2010
Held að það sé óhætt að segja að Gunnar Nelson eigi það fyllilega skilið að verða Íþróttamaður ársins. Hróður hans fer víða og ættu Íslendingar að vera stoltir af þessum unga víking...
Gunnar vann í 1. lotu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér..alveg hreint með ólíkindum að hann skuli ekki vera einn af þessu 10 sem tilnefndir eru.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 26.9.2010 kl. 10:07
Var að velta fyrir mér af hverju er þetta ekki sýnt beint? Svo virðist vera að hann sé allavega einn af top 3 í þessari íþrótt og ekki eigum við marga top íþróttamenn vil ég meina,svo maður fyllist stolti þegar maður er að lesa svona frétt og tala nú ekki um að heyra þjóðsönginn á undan og horfa svo á hann éta andstæðing sinn í fyrstu lotu fyrir framan aðdáendur andstæðingsins...Allavega myndi ég vera límdur fyrir framan kassann ef þetta væri í beinni sem þetta ætti að vera!
Ingi, 26.9.2010 kl. 10:24
Hann er ekki í félagi innan ÍSÍ og þ.a.l. væru íþróttafréttamenn að ógilda sitt kjör ef þeir veldu Gunnar.
Rúnar (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 10:28
Ætli málið sé ekki það að hann er ekki innan vébanda ÍSÍ og þá er hann ekki gjaldgengur til kjörs íþróttamanns ársins. Annars veit ég ekkert um það og það væri líka mjög skrítið ef svo væri, því það eru íþróttafréttamenn sem velja og þeir eru ekkert á vegum ÍSÍ. En hann á klárlega heima í topp 5 yfir bestu íþróttamenn landsins.
Gísli Sigurðsson, 26.9.2010 kl. 10:28
Ingi bara láta vita að Gunnar er að gera frábæra hluti en einn af topp 3 í MMA er LANGT því frá að vera veruleiki, hann er samt meðal eða mesta efnið sem er að koma frá Bretlandi en USA markaðurinn er stútfullur og vonandi er næsta skref hjá Gunna að færa sig þangað á stærri cards í stærri bardaga við erfiðari mótherja
'Olafur (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 10:53
Árið 1994 vann Magnús Scheving titilinn í þolfimi sem var ekki innan ÍSÍ.
valdimar (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 11:16
Flottur íþróttamaður, klárlega okkar besti í dag. Svo er spurningin, hvers vegna er ekkert mynnst á þetta í ljósvakamiðlum okkar ? Það skyldi þó ekki vera vegna þess að hann er ekki með bolta.
Björn Jónsson, 26.9.2010 kl. 11:30
Þeir hljóta nú að fara kveikja bráðum á perunni og byrja sýna bardagana hans í sjóvarpinu. Ef það er ekki söluvara þá veit ég ekki hvað er söluvara.
gunnar ingi (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 11:55
Bardaginn verður sýndur á Stöð 2 Sport eftir viku. Vonandi að það verði hægt að sýna beint frá bardögum hans von bráðar. Á meðan við eigum svona efnilegan íþróttamann í þessari grein mætti umfjöllun almennt um MMA vera meiri. T.d. hef ég ekki hugmynd um það hver eða hverjir eru bestir í þessari grein eða á hvaða leveli þeir eru. Eins og Ólafur bendir á hér að ofan er hann langt í frá að vera í topp 3 (veit ekkert hverjir eða hvernig bardagamenn það eru, og ég hefði nú allveg haldið að hann Gunnar væri einn sá besti í dag) en engu að síður einn sá efnilegasti sem nú lifir.
Kiddi (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 11:55
Frábært,sorglegt að geta ekki séð hann í sjónvarpinu því ég er ekki með stöð 2,svo er annað aldrei er talað um hann í íþróttaþáttum, skora á Valtir á x 977 að tala um þennan strák.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 26.9.2010 kl. 14:12
Þetta verður vist synt a sport rasinni næstu helgi. samt skritið að þetta se ekki synt i beinni
David (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 15:03
Gleymdu því Sigurlaug Helga!!!
Þessir sjálfhverfu íþróttafréttamenn, sem velja íþróttamann ársins, eiga í virkilegum vandræðum með að setja einhvern á blað sem ekki spilar einhvern bolta ... og sömuleiðis lenda þeir í vandræðum ef konur standa sig best, eða fatlaðir íþróttamenn. Þeir munu ALDREI velja þennan frábæra íþróttamann sem íþróttamann ársins! Aldrei!!!
Egill (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 16:15
Rólegur Egill, eigum við ekki að gefa þessu smá sjéns?
Þráinn (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 17:17
Er ekki traustast að velja hamborgararassinn og gamblerinn, Eið Smára, sem íþróttamann ársins? Hann er farinn að gera það gott á bekknum hjá Stoke og er stundum hleypt inná völlinn. Kannski kemst hann í landsliðið bráðum
Guðmundur Pétursson, 27.9.2010 kl. 06:21
Að því að ég best veit var Magnús Scheving íþrótta maður ársins 1994 skráður í Ármann sem fimleikamaður og því fyrsti fimleikamaðurinn sem vann titilinn.
Rúnar Geir (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.