Yfirklór og sýndarskapur
Mánudagur, 11. október 2010
Ögmundur róir ekki í sömu átt og ríkistjórnin. Ögmundur er maður fólksins og hann fylgir sannfæringu sinni. Hann lætur ekki segja sér hvað hann á að hugsa og gera eins og margir þingmenn ríkistjórnarinnar. Ríkistjórnin virðist vera uppfull af huglausum gungum sem geta ekki staðið á eigin fótum.
Það liggur nokkuð ljóst fyrir að þessir fundir eru aðeins yfirklór og sýndarskapur til þess að róa almenning sem nú fer vonandi að rísa upp á afturlappirnar til þess að mótmæla þessari vitleysu sem hefur fengið að viðgangast allt of lengi. Þessari ríkistjórn verður að koma frá. Íslendingar hafa ekki efni á að hafa við völd stjórnvöld sem róa í ranga átt.
Hvernig væri nú að henda þessu flokksdrasli á haugana? Sía út sorpið sem stendur í vegi fyrir framförum og raða niður í stjórn fólki sem vinnur raunverulega fyrir lýðinn í landinu, en ekki auðvaldið sem hér tröllreið Íslensku samfélagi.
Hvernig væri ef Íslendingar myndu nú segja hingað og ekki lengra.
Nú tökum við stjórn á landinu á ný.
Við viljum lýðræði en ekki flokksræði.
Fundirnir tímasóun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.