Smá útrás

Bæði ætla ég að bauna hér og fá smá útrás og um leið að hvetja fólk til þess að kynna sér hina grænu útrás sem Íslendingar standa frammi fyrir. 

Gera Íslendingar sér almennt grein fyrir því hversu mikið raunvirði er á bak við græna orku á tímum þeim er við nú lifum á? Við eigum að nýta til fulls þá mannauðlind okkar sem þekkinguna hefur til þess að nýta þessar auðlindir á sjálfbæran máta. Sóknarfærin eru víða þar sem Græn orka á eftir að verða margfalt verðmætari áður en um of langt líður.

Það er mikið til af vakandi fjármagni í heiminum sem bara bíður þess að fá festa sig og elta okkar verðmætu jarðauðlindir. Á tímum þar sem má braska með umhverfiskvóta þá getum við sterklega gert ráð fyrir því að allt kapp verði lagt á grænan iðnað. Það þýðir að þangað munu stóru fjárfestar heimsins leita sem þýðir að sú hrávara mun á heimsmarkaði hækka gríðarlega í verði.

 

Ef við játum á okkur Icesave og kvittum upp á dóminn sem verið er að kúga upp á okkur þá verður fróðlegt að sjá hversu lengi arður af þessum auðlindum okkar mun forganggraðast í þágu þjóðarinnar, en ekki í átt að vaxtahlekkjum. Að ógleymdri áhættunni á bak við gjaldþrot þjóðarbúsins sem er fyrir Icesave að mig minnir sirka 20%. 

Við skulum bara krossleggja fingur og vona að fólkið í landinu verði búið að taka við völdum áður en óvitarnir á þingi gera einhver mistök sem ekki verða tekinn til baka. Hreyfinginn kallaði í dag eftir neyðarstjórn  sem er miðað við ástandið í þeirri stjórnarkreppu sem nú ríki lífsnauðsynlegt fyrir Íslenska þjóð.

Maður verður hugsi yfir því hvort þetta lið á þingi sé virkilega enn að móta áætlun tveimur árum eftir hrun og eru varla komnir lengra en þetta. Áætlun virðist í grófum dráttum vera svona. Fá lán til að borga af láni og borga þangað til baukurinn er tómur og missa svo allt í þrot. Sem sumum óvitum finnst vera í lagi þar sem þeir þurfa hvort eð er ekki að svara fyrir mistök sín ef fram fer sem horfir.

Ekki er hægt að líða þesskyns vinnubrögð að stjórnmálamenn tali í hringi án þess að vera fært um að taka sjálfstæðar meðvitaðar ákvarðanir byggðar á þekkingu og innsæi. Að ekki skuli vera við völd í landinu fólk sem vinnur að heilindum fyrir alþýðuna því hún er svo hrædd við hrægammana sem halda þeim undir árvökulu auga. Það er ekki líðandi að fjármálaelíta/stofnanir séu teknar fram yfir lýðinn þegar kemur að ákvarðanatöku.  

Hvernig er hægt að ætlast til þess að fólk sem getur ekki hugsað upp og skipulag heilstæða áætlun A sé fært um að nota Bismarck stílinn og setja fram áætlun B. Áætlun sem hugsanlega væri tengd því að gefa frat í þetta meingallaða svikamyllukerfi sem kallað er fjármálakerfi og sleppa því að borga það sem við eigum ekki að borga. Á meðan við höldum þeirri stefnu sem nú er róið í átt að þá munum við sigla í fjármálakerfi sem er án jafnvægis og verðum við því eins og hægsökkvandi bátur úti á rúmsjó. Við skulum bara vona að það sé ekki ómeðvituð hugsun stjórnmálamanna að leggja allt undir og treysta því svo bara að fjármálarisinn(ESB) grípi okkur ef þeir klúðra málunum...

 

Hvet alla til að skoða þær tillögur sem þessi hópur setti saman um útbætur á fjármálakerfi Íslands.

http://video.hjariveraldar.is/ifri.html

header.png
 
 

 


mbl.is Orkumálaráðherra Rússlands væntanlegur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinsælar eru þjóðir sem virða ekki mannréttindi, alla vega hjá Óla Grís.

Leibbi (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 21:10

2 Smámynd: Hecademus

Mannréttindi eru svona eins og lýðræði Leibbi. Bæði í útrýmingarhættu...

Hecademus, 15.10.2010 kl. 21:13

3 Smámynd: Muddur

Ég held að það sé erfitt að finna mörg lönd þar sem ekki er eitthvað um mannréttindabrot. Í Færeyjum eru margir á móti samkynhneigðum, sömuleiðis í flestöllum kaþólskum löndum t.d. í Austur- og Suður Evrópu. Bandaríkjamenn styðja vafasamar aðgerðir í Ísrael og fangelsa menn án dóms og laga í nafni hryðjuverkavarna. Kínverjar fangelsa alla sem þeir telja ógna friðinum í ríkinu. Í Mið-Austurlöndum, Afríku og víða í Asíu viðgengst kúgun gegn konum, barnaþrælkun o.fl. Í Rússlandi og víða í Suður- og Mið- Ameríku viðgengst gríðarleg spilling, þar sem glæpaklíkur og fíkniefnabarónar komast upp með nánast hvað sem er. Mjög víða í heiminum í kringum okkur eru miklar skorður á tjáningarfrelsi, trúfrelsi og skoðanafrelsi, auk fordóma gegn minnihlutahópum og konum. Við erum ekki fullkomin heldur, hér er margt sem þarf að laga, eins og spillingu. Við breytum ekki stefnu Kínverja, Bandaríkjamanna eða Rússa, sama hversu mikið við gagnrýnum þá, en við getum vel átt viðskipti við þessar þjóðir þó við séum ekki sammála þeirra utanríkis- eða innanríkisstefnu að öllu leyti. Því miður erum við bara afar áhrifalaus í hinum stóra heimi.

Muddur, 15.10.2010 kl. 22:37

4 Smámynd: Muddur

Ég er ánægður með að Ólafur Ragnar sé að efla tengsl Íslands við önnur lönd, enda hefur hvergi komið fram að hann sé að dásama eða leggja blessun sína yfir mannréttindabrot.

Muddur, 15.10.2010 kl. 22:39

5 Smámynd: Hecademus

Tek undir þau orð Muddur...

Hecademus, 15.10.2010 kl. 23:03

6 identicon

Vonandi dusta þeir rykið af áætlun um byggingu olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum.

Zeratul (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 01:16

7 identicon

Rétt er það, Hecademus.

En megum ekki líta á það sem lögmál.

Leibbi (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 21:50

8 Smámynd: Hecademus

Satt er það Leibbi þetta er þróun en ekki lögmál.

Hecademus, 16.10.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband