Össu og Jóhanna voru kærð tvisvar til ríkissaksóknara

Í morgunblaði dagsins sendir maður að nafni Valdimar Samúelsson inn bréf sem ber yfirskriftina Umsókn að aðild ESB er falsskjal - Forseti Íslands átti að skrifa undir hana. Eftir að hafa lesið þessi skrif hans þá fann ég mig knúinn til þess að taka nokkuð samhljóða úrdrátt úr umræddu bréfi Valdimars sem á heiður skilið fyrir að ganga eins langt á eftir þessu máli og raun ber vitni um.

Valdimar er eftirlaunaþegi sem hefur notað tíma sinn til þess að grennslast fyrir um málavexti þess landráðs sem framið var á Alþingi Íslendinga þann 16. júlí 2009. Valdimar sendi yfirlögfræðing Alþingis fyrirspurn um hvort umsókn um aðild að ESB væri löggjafarmál eða stjórnarerindi. Umræddur lögfræðingur baðst undan svari. Hann hélt áfram að spyrja, Valdimar ræddi við skjalavörð sem sagði þetta vera þingsályktun á meðan ónefndur aðili sagði þetta vera einhverskonar erindi.

 

Sú staðreynd að hann fékk alltaf misvísandi svör kveikti hjá honum forvitni sem varð til þess að hann lagðist í rannsóknarvinnu. Valdimar hafði samband við ýmis ráðuneyti og fékk það staðfest að umsókninni væri stjórnarerindi.

 

kreppa Vegna þessa máls hafa bæði forsætisráðherra(Jóhanna) og utanríkisráðherra (Össur) verið kærð tvívegis til ríkissaksóknara. Eftir margra mánaða bið fékk Valdimar svar frá saksóknara sem segir hann ekki hafa nægar sannanir undir höndum. Að hann hafi ekki nægar sannir fyrir því að þarna sé um að ræða brot á hegningarlögum. Þrátt fyrir það var þetta brot framið í beinni útsendingu á Alþingi þar sem menn hrópuðu landráð. Valdimar segir í bréfi sínu að hann þyrfti líklega að sýna saksóknara upptöku að umræddu atviki. Enn fremur segir hann að vinnubrögð saksóknara sýni honum hverjir ráði og hvernig spilað sé með lög og stjórnarskrá þessa lands.

 

Valdimar skrifaði bæði forseta og stækkunarstjóra ESB bréf þar sem hann skýrir út fyrir þeim að þessi umsókn væri brot á Íslenskri stjórnaskrá, að þetta væri "High Treason" sem er stærsta brot sem nokkur þegn getur framið á þjóð sinni. Þessir ágætu herrar svöruðu Valdimar og sögðu að okkar glæpir breyttu engu fyrir umsóknina því þessi mál væru innanríkismál. Þá spurði hann hvort það væri þeirra siður að semja við mögulega glæpamenn í svona málum.

 

Ekki lét Valdimar þetta stöðva sig. Hann hélt áfram eins og sönnum Íslending sæmir að leita sannleikans og finna sannanir fyrir því að um landráð væri að ræða. Hann fékk í hendur öll skjöl sem varða umsóknina frá skjalasafni Alþingis og komst hann á ýmsa þræði sem komu honum á sporið. Meðal þess sem hann komst að var hvort umsóknin væri þingsályktun eða löggjafarmál og eða stjórnarerindi en það skipti máli varðandi undirskrift forseta Íslands Sjá 18. of 19. Grein stjórnarskrárinnar.

18.gr. Sá ráðherra sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir fyrir forseta.

19.gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.

 

RÁÐHERRA Á AÐ RITA UNDIR SVONA SKJÖL MEÐ FORSETA ÍSLANDS.

 

Það var ekki gert og í því ljósi ber lagaleg skylda til að ógilda umsókn Íslands að ESB án tafar.Umræddir ráðherrar hafa tekið stjórnarskrábundinn völd af fólkinu í landinu. Á þessu verður fólkið í landinu að krefjast leiðréttinga á auk þess sem það á að krefjast þess að ráðherrarnir tveir verði látnir sæta ábyrgðar. Hér er um að ræða mesta brot sögunar sem er framið viljandi af bæði forsætis og utanríkisráðherra og þeirra fylgdarliði.

 

Umsóknin um aðild að ESB er því ógilt og ólöglegt plagg.

_________________________________________________________

 

Nú væri þjóðráð að einhverjir eljusamir Íslendingar taki sig til og setji upp undirskriftarlista til þess að þrýsta á að þetta landráð nái ekki fram að ganga. Einhverjir myndu segja að það væri borgaraleg skylda þegna í landinu að sjá til þess að löginn í landinu séu virt af þeim sem treyst er fyrir stjórn þess. Maður spyr sig, hvað heldur þetta fólk að það sé? Yfir lög landsins hafið?

 

Fólk á að krefjast þess að umsóknin verði dreginn tafarlaust til baka og ráðherrarnir tveir verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum. Íslenska þjóðin var dreginn án þess að hafa nokkuð um það að segja inn í aðildarviðræður sem seinna kom í ljós að væru í raun aðlögunarferli, þrátt fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur. Ofan á það sá þetta fólk til þess að þegar loksins verður gengið til þjóðaratkvæðis um samningana þá verða úrslitinn ekki bindandi heldur ráðgefandi. 

 

Það þætti manni fróðlegt að vita hvernig hugmyndir þessa fólks að lýðræði líta út. Hvort þetta fólk sé ekki bara að verja falskt lýðræði. Líklega eru hugmyndir Össurar og Jóhönnu að lýðræði líkar því lýðræði eða öllu heldur einræði sem einkennir ESB. Það er nokkuð ljóst að þetta fólk gengur eins langt og það kemst upp með að ganga. Ísland hefur ekki efni á því að hafa fólk með svona hugarfar við völd mikið lengur.Það getur enginn þjóð liðið samspillingu til lengdar. ESB fer nú að leggja ofurupphæðir í að sannfæra íslendinga um ágæti sitt.  Þar verða aðeins sparihliðarnar sýndar, þeirra rétta andlit verður ekki sýnilegt fyrr en þeir hafa læst klónum í okkur og ekki verður aftur snúið þá. Aldrei aftur. Tíminn til þess að bregðast við er núna.



mbl.is Hótað embættismissi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ízí for Stazi.... evríþíng is Ízí or gone....

 Jóhrannar erkifílf, til hamingju með Lýðræðið!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 18:40

2 identicon

Ég myndi strax skrifa undir. Er ekki með bloggsíðu en það væri þjóðráð ef einhver myndi setja upp slíkan lista á blogginu.

Dagga (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 23:16

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég skrifa undir!!

Eyjólfur G Svavarsson, 11.11.2010 kl. 23:57

4 identicon

Horfðu á þetta myndband og pældu svo í hvort það ætti ekki frekar að kæra þau fyrir glæpi gegn mannkyninu?  http://www.youtube.com/watch?v=cAhiP2__B2U&feature=player_embedded#!

BYLTINGU NÚNA! TÍMINN ER AÐ RENNA ÚT! (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 00:54

5 identicon

Tíminn er að renna út. Ef ekki verður tekinn umbyllting í stefnumálum íslenska ríkisins þá þarf þjóðarbúið að borga, og borga og borga þangað til það getur ekki borgað meira. Þá verður gengið að því.Þetta er planið í dag.

Þessu landráðsliði verður að koma frá ekki seinna en núna. Næstu mánuðir eiga eftir að verða örlagaríkir

fjúrí (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 11:07

6 identicon

Afhverju auglýsum við ekki næstu mótmæli fyrir utan skrifstofu ríkissaksóknara til að þrýsta á hann að rannsaka þetta lögbrot?

Geir (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 11:35

7 identicon

Já það er góð hugmynd Geir,það eina sem gildir er að láta það berast

fjúrí (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband