Vonbrigði

Verð að segja það að þarna inni eru nöfn á þekktum einstaklingum sem ég myndi ekki treysta til þess að skrifa nýja stjórnaskrá. Nefni ég þar nöfn á borð við Þorvald Gylfason og Eirík Bergmann. Mikil vonbrigði hér á ferð.

En hversvegna er annars verið að endurnýja stjórnarskránna? Er það ekki bara til þess að hægt sé að framselja landið til Brussel án þess að það sé kallað landráð? 


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

" Er það ekki bara til þess að hægt sé að framselja landið til Brussel án þess að það sé kallað landráð? "

Þú hittir naglann á höfuðið.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 17:09

2 identicon

Guð blessi Stjórnlagaþing og gefi þeim hugrekki, kjark og visku þá sem þarf til að standast freistingar og lenda ekki í gildrum. Stjórnlagaþingsmaður sem hlustar á sína innstu rödd, sem liggur dýpra en bæði tilfinningar og hugsanir, og hlýðir henni mun ekki breyta rangt. Ef þeir hlýða boðum andans tekst þeim að rísa undir þessari miklu ábyrgð og valda henni eins og menn, en það hefur lengi vantað menn, í orðsins sönnu og réttu merkingu, í íslensk stjórnmál.

Hrafn (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 01:29

3 Smámynd: Hecademus

Þar hefur þú lög að mæla Hrafn. Gallinn á gjöf Njarðar er þó sá að flestir þeir er á jörðu ganga í dag hafa vanrækt þá lífslist að hlusta á sína innstu rödd, að hlusta á þögnina. Menn virðast ekki heyra lengur í sínum eigin anda.

Því miður eru einstaklingar þarna sem ekki munu hlýða sínu innsta kalli heldur munu þeir láta stjórnast miður góðum hvötum.

Hecademus, 1.12.2010 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband