Skammgóður vermir

Íslenska þjóðin á ekkert í þessar skuld. Ríkistjórnir Bretlands og Hollands tóku einhliða pólitískar ákvarðanir um að greiða þeim innlánseigendum sem tóku áhættuna á að ávaxta fé sitt á þessum reikningum sem báru hærri ávöxtun en eðlilegt gat talist.

Málið hefur verið keyrt í gegn með kúgunum og hótunum. Ríkisvaldið virðist á einn veg vera algerlega vanhæft og á hinn veginn hliðhollt andstæðingnum í þessu máli. Hér er um að ræða glæp gegn Íslensku þjóðinni.

Vegna galla í regluverki frá Brussel þá á að láta Íslensku þjóðina borga það sem hún ekki skuldar. Að kvitta undir samning þar sem við játum á okkur Icesave glæpinn er skammgóður vermir. Það fólk sem kvittar undir þennan nauðungarsamning í stað þess að láta reyna á málið fyrir dómstólum, verður minnst um ókomna tíð.  

Þeir vita það sem vilja að við munum ekki geta borið þessar klyfjar á herðum okkar, þetta er einfaldlega of mikið fé fyrir fáa að bera. Það er sorglegt staðreynd að ríkisvaldið er að kvitta upp á þennan samning til þess að geta framselt fullveldi okkar til Brussel. Evrópu trúin er það blind að það virðist vera í lagi að fórna framtíð heillar þjóðar.

Þessi samningur á að fara í þjóðaratkvæði. Verði það ekki gert þá á fólkið í landinu að hefja byltingu og koma óhæfu fólki frá völdum. 


mbl.is Mikil áhætta ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Vegna neyðarlaganna er því miður mögulegt að við höfum brotið jafnræðisreglu þá sem við viljum annars feæa oss á bakvið "92/R"

Óskar Guðmundsson, 10.12.2010 kl. 08:35

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hecademus mikið er ég sammála þér. Er ekki málið að slagurinn er ekki tekin vegna þess að þá fær þessi Norræna velferðar Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir ekki í ESB.... Það á að hafna þessu tafarlaust vegna þess að ef eitthvað er þá er staðan hjá okkur Íslendingum þannig að við erum ekki borgunarfólk fyrir þessu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.12.2010 kl. 08:41

3 identicon

Mikið er þetta dæmalaust fyrirsjáanlegt! Allt er bölvuðu útlendingunum að kenna og við skulum sko ekki beygja okkur undir kúgarana. Regluverkið var gallað, Bretar tóku einhliða ákvarðanir, o.s.frv. Vandinn er bara sá að ef regluverkið var gallað, hvers vegna var því ekki mótmælt áður en króginn datt í brunninn, og hvers vegna var sparifé íslenskra innistæðueigenda hjá LÍ tryggt en ekki útlendra? Þetta eru grunnstaðreyndirnar sem ekki er hægt að hlaupast frá.

Pétur (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 08:45

4 Smámynd: Hecademus

Pétur. Hugsa að þú sért einn af þeim sem sjái bara það sem þeir vilja sjá. Það er klárt mál að er ekki bara útlendingum að kenna. Þetta er vanhæfum Íslenskum stjórnmálamönnum að kenna. Þeir bera ábyrgðina á þessari stöðu.

Hecademus, 10.12.2010 kl. 09:16

5 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna lausn við hinu svokallaða "gyðingavandamáli", nú er víst byrjað að tala um "Íslendingavandamálið" með sömu rökum...en viljum við virkilega láta kúga okkur af ný-fasistum og neo-colonialistum???!!!!!!

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

Umskiptin nálgast. (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband