Að vera hafinn yfir lögin
Föstudagur, 10. desember 2010
Menn vildu fá að vita á hvaða lagagrundvelli ákvörðun um lokun var tekin en þau gátu ekki svarað því, sögðu ákvörðunina hafa verið tekna af erlendum aðilum,"
Það er svolítið ógnvænlegt að hugsa til þess hversu mikið af ákvörðunum eru teknar einhliða í þessum heim af aðilum sem telja sig hafna yfir lög.
Gróf aðför að tjáningarfrelsinu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Betri spurning er: Hvaða lög segja til um að fyrirtæki megi ekki velja hverja það stundar viðskipti við?
GG (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 14:12
GG: Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna
1. grein
Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.
2. grein
Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.
6. grein
Allir eiga rétt á viðurkenningu að lögum, hvar í heimi sem er.
7. grein
Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar.
9. grein
Enginn skal að geðþótta handtekinn, sviptur frelsi eða gerður útlægur.
GG: Það stendur sennilega hvergi í lögum að fyrirtækjum sé bannað að mismuna viðskiptavinum. En það er svo sannarlega brot gegn almennri skynsemi að gera það. Brot á mannréttindum, og mannréttindayfirlýsingu sameinuðu þjóðanna svo lengi sem maður horfir handan mannlegrar löggjafar. Að mannréttindi séu séu vernd einstaklings fyrir valdameiri öflum. Þá eru fyrirtæki svo sannarlega að brjóta á réttindum einstaklinga með því að velja hverja og hverja ekki þeir stunda viðskipti við.
R (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 15:54
* Gerður útlægur átti að vera breiðletrað þar sem Wikileaks er gert útlægt frá viðskiptum við fyrirtækin.
R (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 15:56
"Það stendur sennilega hvergi í lögum að fyrirtækjum sé bannað að mismuna viðskiptavinum."
Nákvæmlega. Hverja þessi fyrirtæki ákveða að stunda viðskipti við kemur Alþingi ekkert við, og að sekta þau fyrir að velja sína viðskiptavini er einmitt brot á þessum lögum sem þú vísar í. Þá er verið að refsa fyrirtæki fyrir að taka stöðu á þessu málefni.
Fyrirtæki sem þessi eru engin góðgerðastarfsemi svo eina skuldbinding þeirra er að koma gróða til hluthafanna. Það er ákvörðun stjórnarinnar og forstjórans hvort það að stunda viðskipti við félag eins og wikileaks sé sniðugt, ekki ákvörðun almennings.
GG (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 16:02
Ertu semsagt að segja kæri GG að fyrirtæki hafi meiri rétt en einstaklingar? Eru fyrirtæki semsagt ekki fólkið sem að þeim stendur. Eru það ekki einstaklingar sem taka ákvarðanir fyrirtækja. Er semsagt í lagi að mismuna ef það er gert í skjóli fyrirtækis?
Sölvi Borgar (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 17:49
Hvar sagði ég að fyrirtæki hefðu meiri rétt en einstaklingar? Einstaklingar hafa algerlega rétt á að mismuna gegn fólki. Einstaklingar mega sleppa því að hafa samskipti við fólk sem þeir eru ósammála eða líkar ekki við af einhverri ástæðu, er það ekki?
GG (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 18:06
Fyrirtæki eru manngerð fyrirbæri, sköpuð af einstaklingum, og geta aldrei haft réttindi umfram þau sem skaparar þeirra hafa í umboði sínu. Maður sem skapar fyrirtæki er ekki rétthærri en annar maður, og þar með getur fyrirtæki hans aldrei orðið rétthærra en aðrir menn. Auk þess eru fyrirtæki dauðir hlutir sem gera ekkert nema samkvæmt ákvörðun þeirra einstaklinga sem að þeim standa, og þeir einstaklingar hafa engan rétt á að skerða réttindi annara einstaklinga. Þannig eru fyrirtæki einmitt skuldbundin lögum samkvæmt til að virða mannréttindi allra einstaklinga, þar með talið þeirra sem vilja eiga viðskipti við þau.
Fyrirtæki sem neitar fólki um viðskipti á grundvelli lífsviðhorfa er algjörlega sambærilegt við fyrirtæki sem neitar fólki um viðskipti á grundvelli hörundslitar, kynferðis eða trúarbragða.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.12.2010 kl. 18:30
Það er þín skoðun. Lögin segja ekkert um það. Fólk og fyrirtæki (sem fólk á) ráða hvern þau hafa samskipti við. Þú getur ekki neytt manneskju til að hafa samskipti við manneskju sem henni líkar ekki við.
Eru það mannréttindi að neyða fyrirtæki til að stunda viðskipti við aðila sem reynir með pólitískum aðgerðum að skemma starfsgrundvöll þess? Eru það mannréttindi að neyða manneskju til að tala við manneskju sem hún er ósammála?
GG (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 18:44
Þetta er ekki hans skoðun GG. Þetta er staðreynd og lögin segja það víst. Að þú skulir reyna að halda því fram að þau geri það ekki eru fáránlegt.
Sölvi Borgar (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 01:56
Já, þetta er (rökstudd) skoðun mín. Já, það eru mannréttindi að fá að njóta samskonar þjónustu í samfélaginu og aðrir þegnar, hvort sem maður heitir Guðmundur eða WikiLeaks.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2010 kl. 02:01
Sýndu mér lögin, Sölvi.
Þið eruð að halda því fram að það sé rétt að neyða einhvern til að framkvæma þjónustu sem hann kýs að framkvæma ekki. Það er s.s. í lagi að brjóta á einni manneskju til þess að 'allir séu jafnir' (nema þá sá sem býður þjónustuna). Að það sé í lagi að neyða fyrirtæki til að veita aðila þjónustu sem leiðir til skemmda á starfsgrundvelli fyrirtækisins.
Kortafyrirtæki eru ekki opinberar stofnanir og hafa þar með enga 'þegna' til að koma jafnt fram við.
GG (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.