Hlífir ríkistjórninn sökudólgum hrunsins?
Laugardagur, 11. desember 2010
Held að það séu allir sammála um að þetta fyrirtæki hefur brugðist faglegum skyldum sínum. Allt virðist benda til þess að það hafi leikið með í þessum glæpum sem áttu sér stað á árunum fyrir hrun.
Auðvitað á að höfða mál. Myndi segja að ef það væri ekki gert, þá væri ríkistjórnin að sýna fram á vilja sinn til þess að hlífa sökudólgum hrunsins. Nægt langlundargeð hefur hún nú sýnt hringrásarvíkingunum...
Hvernig væri nú að fara Hlusta á hana Lilju, hún spilar sinn leik út frá rökréttum pól. Hún talar fyrir fólkið en ekki bankana.
Vilja að ríkið höfði mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef rétt reynist, þá eru þeir einfaldlega sekir um Icesave eins og það leggur sig, því án þeirra yfirhylminga og falsana, hefði það aldrei komist á koppinn. Skyldu þeir vera borgunarmenn?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2010 kl. 15:01
Hvað er "sérstakur"saksóknari að gera? Hirðir hann bara launin sín - Hann ætti að vera á árangurstengdum launum - Hvað ætli hann og 80 starfsmenn hans eða fleiri hafi fengið greitt úr ríkiskassanum til þessa - og allur glæpalýðurinn gengur ennþá laus.
Benedikta E, 11.12.2010 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.