Skammtímasjónarmið sálfhverfra pólitíkusa
Föstudagur, 28. janúar 2011
Það er ekki hægt að skera endalaust niður í grunnstoðum samfélagsins án þess að það hrynji smám saman að innan. Á krepputímum á að styrkja stoðir menntunar og heilbrigðis en ekki skerða þær niður eins og krafa AGS kveður á um í áætlun sinni í því að leiða þjóðfélagið í átt að því að verða framleiðandi fremur en hugsandi samfélag.
Nauðsynlegt er að endurskipuleggja þjónustuna og í sumum tilfellum endurhanna kerfið frá grunni til þess að hægt sé að reka það á ódýrari og skilvirkari hátt án þess að skerða þjónustu til almennings sem borgar fyrir kerfið með sköttum sem virðast ætla að fara út fyrir öll velsæmismörk.
Með þekkingu og innsæi er allt hægt sé viljinn fyrir hendi, m.a. að endurhanna rótgróið kerfi. Niðurskurður í menntamálum er aðeins merki um vanhæfni, þröngsýni og vanhugsaðan ásetning stjórnvalda til þess að fara auðveldu leiðina en ekki réttu leiðina. Vanhæfir pólitíkusar virðast aðeins sjá svart og hvítt þar sem þeir virðast upp til hópa ófærir um að hugsa út fyrir kassann vegna veru sinnar inn í sjálfsköpuðum og sjálfhverfum sápukúluheim sem snýst um eigin skammtímasjónarmið sem en ekki framtíðarhagsmuni heildarinnar.
Framlög skert um milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.