Er verið að selja eignir skattborgara á vildarkjörum til útvalda?
Laugardagur, 29. janúar 2011
SF1 eru sjálfstæður sjóður í eigu rekstrarfélags sem starfar í skjóli Arion banka sem starfar í skjóli nafnleyndar. Seðlabankastjóri Samfylkingarinnar segist bundinn þagnarskyldu, þetta er gagnsæið sem sviknum kjósendum var lofað.
Er þarna verið að selja eignir skattborgara á vildarkjörum til útvalda? Almenningur á heimtingu á að fá að vita kaupverðið og hverjir kjölfestu fjárfestarnir í SF1 eru. Var það ekki bankaleynd og leynimakk sem varð til þess að ekkert eftirlit var haft með sjálfskipuðum smákóngum sem héldu að þeir gætu og mættu allt svo lengi sem það fattaðist ekki?
Maður getur þó vel skilið það af hverju öll þessi leynd er til staðar í "viðskiptum" á klakanum. Það væri nefnilega svo að ef fólkið í landinu gerði sér almennilega grein fyrir því hvað er að gerast á bak við tjöldin þá myndi líklega skapast hér stríðsástand sem myndi leiða til byltingar.
Getur það nokkuð hugsast að þeir sem komu landinu um koll séu nú í skjóli leyndar að kaupa Ísland á útsölu? Maður spyr sig...
Sagðist bundinn þagnarskyldu um söluferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar er gegnsæið Jóhanna og Steingrímur ?
Svei ykkur...þið eruð verri en helv íhaldið !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 07:52
Já það hefur hvarlað að manni að svo væri að gerast...
Það sem ég vil meina er að Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð fyrir þessari vinnu sem hún hefur verið að vinna, vegna þess að hún var kosin til annars...
Bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna tildæmis, sem og að tryggja það að óreiðuskuldir eins og Icesave yrðu ekki lagðar á herðar okkar til greiðslu....
Ekkert umboð segi ég...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.1.2011 kl. 09:20
Datt ykkur í hug að sýkingin væri horfin úr þjóðfélaginu? Það eru sömu menn í öllum þessum stofnunum fyrir og eftir hrun.
Guðlaugur Hermannsson, 29.1.2011 kl. 14:07
Það þarf að far með leind vegna þess að Samfylkingin er hrunflokkur, og þarf að fela ýmislegt fyrir almenningi sem hún var og er að gera. Þarna verður aldrei neitt upp á borðum!!!!!!!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 29.1.2011 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.