Íslendingar sætta sig ekki við Fasisma
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Hin íslenska þjóð hefur nú hafnað því að láta undan kúgunum og hótunum bæði innlendum og erlendum. Það er við hæfi að óska þjóðinni til hamingju með þann kjark og þrautseigju sem hún hefur sýnt. Þegar allt kemur til alls þá er það fordæmið sem Íslendingar eru hér að setja sem skiptir máli í stóra samhenginu. Fordæmið um að almenningur sætti sig ekki við að taka á sig skuldir gráðugra bankamanna. Einkavæðing gróða og ríkisvæðing skulda er hluti af fasisma sem er að tröllríða öllu hér í heim. Almenningur um allan heim stendur nú í þakkarskuld við Íslenska þjóð.
Nú skiptir öllu máli að ríkisvaldið bregðist rétt við. Því miður er maður þó ekkert allt of bjartsýnn á að það fólk sem mest hefur talað á móti hagsmunum Íslands fari allt í einu að breyta þeim ósið sínum.Það skiptir miklu máli ríkisvaldið hefji nú pr-herferð þar sem staðreyndir mála eru settar fram. Það hefur þó virst vera stjórnvöldum ómögulegt verk allt frá hruni að tala máli Íslendinga á alþjóðavettvangi.
Hversu lengi ætla Íslendingar að líða vanhæfa stjórnmálamenn? Eigi vonarsól Íslands að rísa á ný svo Íslendingar geti gengið inn í farsæla framtíð, þá verður að hreinsa úr sölum alþingis í eitt skipti fyrir öll. Það verður að koma þar inn fólki sem hugsar um hag fólksins í landinu en ekki kröfuhafa og bankamanna sem vilja mergsjúga og eignast þjóðarbúið með húð og hári.
Vill þakka Nei-samtökunum fyrir að standa vörð um hagsmuni Íslands
Yfir 58% hafna Icesave-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.