Að þeir hinir sömu lifi í „blekkingu“

Spurður um það sjónarmið að þrotabú Landsbankans eigi að duga til að bæta Hollendingum og Bretum tjón vegna tapaðra innistæðna á Icesave-reikningnum svarar Eijffinger að þeir hinir sömu lifi í „blekkingu“.
 
Þar með er það þá komið á hreint af hverju þeir vilja ekki taka eignirnar upp í skuld. Hollendingar og Bretar eru greinilega vissir um það að eignirnar séu  ekki nálægt því að vera eins mikils virði og reynt hefur verið að telja Íslendingum trú um. Það var þá gott að við höfnuðum þessum ólögum því annars hefðum við setið uppi með margfalt hærri reikning heldur enn misvitrir spekingar hafa fullyrt. 

mbl.is Hóta að standa í vegi aðildar að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott losnum við að kjósa um esb kjaftæðið og spörum helling.

gisli (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 07:21

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það ætti að láta Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra svara fyrir þetta...

Þetta er það sem stór hluti þjóðarinnar hefur viljað meina en Ríkisstjórnin sagt bull og vittleysa og að Þrotabúið borgi allt Icesave og jafnvel meira til...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.4.2011 kl. 08:26

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Ein stór blekking,

en í lagi á meðann litlu asnarnir vita hvar exin eiga að fara, það er nóg

Sigurður Helgason, 11.4.2011 kl. 10:15

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lifi lýðræðið og frjálst fullvalda ríki! Heill forseta vorum og fósturjörð.

Sigurður Haraldsson, 11.4.2011 kl. 10:35

5 identicon

Já Ferfalt húrra fyrir Forseta vorum. Og munum Íslandi allt. Og ekkert ESB.

gissur jóhannesson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 12:00

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ingibjörg: láta þau svara fyrir þetta?

Á síðustu metrunum voru þau orðin svo örvæntingarfull að þau voru farin að ljúga blákalt um staðreyndir samningsins. Það er eitthvað verulega gruggugt við þetta allt saman, og margt sem okkur er ekki sagt. Auðvitað verður að láta einhvern svara fyrir það.

Kíkið t.d. á X. kafla Almennra hegningarlaga...

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband