Óttast að sauðir úr sinni hjörð kunni að fylgja fordæmi Íslands

Elítu leiðtogar Evrópuveldisins óttast að sauðir úr sinni hjörð kunni að fylgja fordæmi Íslands. 

„Deilan þykir skapa það hættulega fordæmi að almenningur geti komist hjá skuldum,“

Já þeir eru smeykir við það að almenningur átti sig á að verið sé að leiða hann viljugan til slátrunar og láti ekki kúga ofan í sig skuldir elítunnar og rísi upp gegn áformum um ævarandi skuldaánauð sem vonlaust verður að rísa upp úr.

Til hamingju Ísland. Virðing almennings fyrir Íslendingum hefur aukist. Fjölmargar þjóðir standa í þakkarskuld við okkur fyrir að hafa hugrekki til þess að standa í lappirnar á móti bæði innlendum og erlendum lygaáróðri, þvingunum og innantómum hótunum.

Mæli með því að það verði sett í nýja stjórnaskrá að verði stjórnmálamenn uppvísir að lygum, þá verði þeim gert að taka pokann sinn. En það mun þó líklega ekki duga á núverandi ríkistjórn þar hún ber álíka mikla virðingu fyrir stjórnaskránni og klósettpappír. Það er erfitt fyrir þjóð og í raun hættulegt að vera með stjórnvald sem telur sig hafið yfir lögin í landinu.


mbl.is Óttast fordæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Jamm haettuleg er hun thessi stjorn og nuna ottast EvropuElitan ad almenningur i londum sem er verid ad fara ad slatra Irland Portugal og Grikkland fari ad vera med mudur eins og vid Islendingar og NEItudum hressilaega ad neita thvi ad borga med okkar skattpeningum gambl bankamanna og fyrir gallad regluverk um bankanna

en eg a von a thvi ad fljotlega fari almenningur thar ad motmaela thessu 

Magnús Ágústsson, 12.4.2011 kl. 08:07

2 identicon

Það eru Bretar og Hollendingar sem skulda fjölda þjóða MJÖG mikið fyrir nýlendukúgun og arðrán!!! Í stað þess hafa þeir komið þessum þjóðum í skuldasúpu eftir "aðstoð" við að reisa þessi ríki úr þeim rústum sem þeir lögðu þau í sjálfir! Viðbjóðslegt!!! Og við setjum þessum þjóðum gott fordæmi og hjálpum þannig til við að binda enda á mörg stærstu vandamál mannkynsins. Margt smátt gerir eitt stórt! Áfram Ísland! Áfram Afríka! Ein jörð! Eitt mannkyn! Niður með Eurocentric rasista pakk sem heldur að Bretar og Hollendingar skipti meira máli en mannkynið!

Gegn Nýlendukúgun! Gegn Eurocentrisma! (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband