Eru stjórnvöld að gera ráð fyrir alheims kreppu?
Laugardagur, 10. desember 2011
Margir deila á um hvort það kerfi sem nú er við lýði sé þegar löngu dautt. Kerfið sé í raun hrunið en líkinu sé haldið gangandi að geðþótta þeirra sem hrifsað hafa til sín mest af öllum auð.
Hvað er verið að undirbúa á bak við tjöldinn? Nýtt kerfi? Getur verið að heimsmyndin taki miklum breytingum á næstu misserum?
Hvaða ráðstafanir eru Íslensk stjórnvöld að gera til þess að bregðast við mögulega verstu efnahagskreppu sem sögur fara af? Er verið að byrgja Íslenskan efnahag upp til þess að geta varist þeim ólgusjó sem stefnir á efnahagskerfi heimsins?
Eru ráðamenn þjóðarinnar að hugsa um samfélagið eða eru þeir kannski stangandi stein eða með hausinn í sandinum?
Maður spyr sig...
Því má heldur ekki gleyma að það blasa margþættari kreppur við mannkyninu, ekki aðeins efnahagskreppa. Það er kominn tími á að fólk fari að vakna til vitundar.
,,Það brakar og brestur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sé ekki að íslensk stjórnvöld átti sig á hvað er að ske. Ekkert bendir til þess.
Nýtt kerfi? Feh. Nei. Þeir ætla að halda þessu kerfi út eins lengi og þeir geta.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2011 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.