Smá dæmisaga
Miðvikudagur, 14. desember 2011
Hér er smá dæmi um einstakling sem missti vinnuna og fór á atvinnuleysisbætur fyrir rúmlega tveimur árum.
Þessi einstaklingur mætti í viðtal hjá fulltrúa ungs fólks til athafna. Þegar hann var spurður hvort hann væri ekki að leita sér af vinnu þá gerði hann þau mistök að koma heiðarlega fram.
Hann neitaði því að hann væri að leita sér að vinnu, því hann væri að vinna í því að skapa sér og öðrum atvinnu. Hann var í því að þróa hugmyndir yfir í verkefni og stefndi á að stofna fyrirtæki.
Þar sem þessi einstaklingur sagði satt og rétt frá aðstæðum þá missti hann atvinnuleysisbæturnar og styrkrétt sinn til þess að sækja námskeið í boði atvinnutryggingarsjoðs. Sem var miður fyrir þennan einstakling því mörg námskeið sem í boði voru hefðu getað gert honum mikið gagn í iðju sinni.
En nú er ekki sagan sögð. Þegar þessi einstaklingur sá fram á að geta ekki borðað og þar með ekki unnið þá leitaði hann á það neyðarúrræði að biðja félagsþjónustuna í Kópavogi um hjálp. Þar mætti hann sama viðhorfi að ekki væri mögulegt að aðstoða hann því hann væri að skapa sér vinnu, en ekki leita sér af henni. Þegar félagsþjóustann neitaði þá sendi þessi einstaklingur til baka andmælabréf og fékk fyrir vikið greiddan út hálfan mánuð og síðan ekki sögunna meir.
Nú spyr maður sig : Er ekki eitthvað sem segir okkur að ríki og sveitafélög séu ekki að standa við sitt hlutverk þegar slík skömm fær að viðgangast. Að einstaklingum sem vinna að því að skapa sér vinnu sitji ekki við sama borð og þeir sem leiti sér af vinnu?
Missi ekki bætur í 3 mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er nú að vinna úr viðskiptaáætlun sem ég ætla síðan að stofna fyrirtæki í kringum. Það væri nú mjög þægilegt ef ég þyrfti ekki að vinna og gæti látið samborgara mína halda mér uppi.
Þetta var kaldhæðni. En ég er reyndar að fara stofna fyrirtæki í kringum hugmynd en mér dytti ekki hug að fara á atvinnuleysisbætur á meðan. Þú verður líka að átta þig á því þessi einstaklingur sem þú talaðir um þarf ekki endilega að hafa verið með hugmynd sem hefði geta orðið að veruleika. Kannski hafði hann heldur ekki burðina til að stofna fyrirtæki. Það er eitt að vinna að hugmynd og annað að framkvæma hana.
En fremur þá er það nú þannig að mörg ný fyrirtæki fara á hausinn á fyrsta árinu. Hefði það borgað sig af greiða honum bætur í ár og sjá svo fyrirtækið fara á hausinn?
Ég er alveg með því að frumkvöðlar séu styrktir... en að styrkja þá með atvinnuleysisbótum er fáránlegt.
Óli (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 20:57
Það er satt að atvinnuleysisbætur séu ekki rétta leiðinn. En til þess að gefa skapandi fólki færi á að skapa atvinnu þá þurfa þeir að hafa færi á að fjárfesta tíma í að þróa hugmyndir sínar. Í þessu dæmi sem ég nefndi þá gat einstaklingurinn sýnt framm á að hann væri með í höndunum gott efni í góðum farvegi en það var ekki áhugi því að skoða þau gögn. En bara svo það sé á hreinu þá náði þessi einstaklingur að koma sínu verki á laggirnar og gengur það vel í dag. Hann þurfti bara að hafa talsvert meira fyrir því en hann hefði þurft.
Veit reyndar að því að í dag er verið að þróa og framleiða nýja þjónustu sem býður upp á úrræði fyrir frumkvöðla að nálgast fjármagn til þess að geta þróað og skipulagt hugmyndir sínar.
Hecademus, 14.12.2011 kl. 21:08
Þetta er svo sorgleg saga en ansi oft sönn. Afhverju er hið opinbera alltaf tilbúið að refsa fólki sem tilbúið er að leggja á sig einhverja vinnu til að hafa í sig og á, og er jafnframt með hugann og andann til að framkvæma eitthvað i sköpun og atvinnu fyrir aðra. Þetta er eitthvað sem "kerfið" er á móti. Ef allar nýjungar í atvinnusköpun eiga koma frá Ríkinu, þá er illa komið fram fyrir þessari þjóð. Atvinnusköpun felst ekki í því að skapa ný embætti hjá hinu opinbera. Þetta virðist samt lausnin hjá núverndi stjórnvöldum í sambandi við atvinnuuppbyggingu. Auka fjölda opinberra starfsmna og þá er allt í lagi. Gleymist bara að það verða alltaf færri og færri sem þurfa að borga fyrir allt þetta pakk.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 21:09
Já að einhverjum ástæðum virðist ríkið vinna á móti framþróun á ýmsum sviðum, hvort þar sé illur ásetingur eða einfaldlega fáviska sem ræður för, má deila um.
Auk þess myndi samfélaginu blöskra ef það gerði sér fyllilega grein fyrir því hversu gróft ríkið hefur gerst í gegnum söguna í því að stela og afmynda góðar hugmyndir sem hefðu getað blómstrað með einstaklingsframtaki en í stað verið kæfðar með ríkisframtaki
Hecademus, 14.12.2011 kl. 21:18
Á öllum málum eru tvær hliðar. Það er í fyrsta lagi alveg með ólíkindum hvað kerfið vinnur allt mikið gegn fólki sem vill stefna að því að skapa sér og mögulega fleiri einstaklingum atvinnutækifæri. Það er í dag bannorð að vera sjálfstætt starfandi, hvað þá að eiga og reka einkahlutafélög.
Í dæmisögunni hér að ofan var um einstakling að ræða sem var með sinni framtíðarsýn væntanlegur greiðandi til atvinnuleysistryggingarsjóðs en ekki bara þiggjandi.
Það er mikill galli í lögum um atvinnuleysistryggingar ef að menn sem missa atvinnu fá ekki tækifæri til að skapa sér vinnu en eru í stað þess "neyddir" til að bíða við símann eftir að einhver hringi og bjóði þeim vinnu.
@Óli: Atvinnuleysistryggingarsjóður er byggður upp af tryggingargjaldi af launum allra þeirra sem eru á almennum vinnumarkaði. Þar með erum við öll búin að leggja okkar af mörkum og ég sé ekki nokkuð athugavert við að sá sjóður styrki menn við þessar aðstæður og komi þar með í veg fyrir að menn verði fastir á bótum út mögulegan bótatíma.
@Óli: Afar sjaldgæft er að fyrirtæki fari á hausinn á fyrsta ári, þó það vissulega komi fyrir. En það stofna ekki allir einkahlutafélag utan um sín verkefni og menn hefja gjarna atvinnustarfsemi á eigin kennitölu.
Jón Óskarsson, 15.12.2011 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.