Jákvæður Össur
Miðvikudagur, 21. desember 2011
Hann Össur má eiga það, að hann getur verið alveg rosalega jákvæður á annars neikvæðar aðstæður. Hann sér ljósið í ESB þrátt fyrir að margir innan þess sambands finni það ekki þessa dagana. Ljósið á það til að blinda menn. Í kastljósinu þá talaði hann greinilega út frá sinni sannfæringu, hversu raunsæ sem hún kann að vera.
Ég er viss um að þegar Össur fer af alþingi Íslendinga þá á hann vísa leið inn í starf PR fulltrúa fyrir ESB. Ef hann væri í þeirri stöðu í dag þá gæti hann vísast til talað evruna upp og úr þessu veseni.
Kvótafrumvarpið eins og bílslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.