Er greiðsluaðlögun leið til þess að lengja í hengingar ól skuldara?

 

Nú er ég langt frá því að vera sérfróður um skuldaaðlögun. En við fyrstu sýn þá þykir mér þau úrræði sem þar eru í boði ekki góð til lengri tíma. Samt verður það ekki sagt að greiðslu aðlöguninn hafi verið gott skammtímaúrræði fyrir marga, svona eins og að pissa í sig  til þess að halda á sér hita 

Hér hafa lán hækkað upp úr öllu valdi og eignarhlutur margra fasteignareigenda hefur á skotstundu horfið. Lánadrottnar hafa komist í skjól með belti og axlabönd, skjól í boði regluverks sem kveður á um að þeir þurfi ekki að taka neina áhættu. Þannig geta lánadrottnar spilað mattador á kostnað lántakenda eða skuldara eins og þeir kallast víst núna.

Að mínu viti og leiðréttið mig ef ég hef hér rangt fyrir mér, þá er greiðsluaðlögun bara leið til þess að kreista úr skuldurum hverja einustu krónu. Þannig held ég að skuldaaðlögun sé fín leið fyrir þá sem geta aukið tekjur sínar til framtíðar og sætta sig við að lifa í hálfgerðri skuldaánauð. 

Það fólk sem umboðsmaður skuldara telur sig ekki sjá fram á að geti aukið tekjur sínar og borgað af lánum eftir þrjú ár þegar "skjól þakið rofnar" lendir í eignarupptöku. Þ.e. því fólki er gert að selja allt sem það á og setja það sem úr "þrotabúinu" kemur upp í skuldir.

Nú stefnir í að mikið af harðduglegu fólki sem hefur unnið alla sína ævi og lagt sparifé sitt í húseign sína er nú að verða fyrir hálfgeri eignarupptöku því það getur ekki haldið áfram að borga af lánum sem hafa hækkað mikið og munu halda áfram að gera til framtíðar.  

Hversu mikil áhrif hafa lánadrottnar fengið að hafa þegar kemur að því að móta þessar leiðir?

Ætlar hin Íslenska þjóð að sætta sig við viðvarandi okurlána stefnu og skuldaþrældóm? 

Er ekki kominn tími á að fólk setji fótinn í dyrnar og segi hingað og ekki lengra?

Á virkilega ekki að stokka þessu gerspillta og úr sér gengna kerfi upp? 

Ég spái því að ef almenningur fær ekki sanngjarna leiðréttingu á stökkbreyttum skuldum, þá verða hér mikil læti þegar bankarnir sem enginn veit hver á, fara að henda Íslendingum úr húsum sínum.

 


mbl.is Yfir 2.300 umsóknir um greiðsluaðlögun á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband