Tilviljun?
Mánudagur, 26. júlí 2010
"Talið er að sjór hafi seytlað inn í bátana þar sem þeim hefur ekkert verið sinnt í langan tíma og þeir á endanum sokkið."
Seytlaði sjórinn kannski inn um eitthvað gat sem kom á þá um helgina?
Er það ekki svolítið svona "beyond chances" að tveir bátar sökkvi í sömu höfn á sömu helgi?
Kannski bara tilviljun...
Ef það er eitthvað sem lífið hefur kennt mér þá er það að það er ekki til neitt sem heitir tilviljun heldur aðeins afleiðing einhverra gjörða...
Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aðdráttarafl Evrópuveldis
Mánudagur, 26. júlí 2010
Fólki á Íslandi er talinn trú um að það búi í lýðræðisríki
Þjóðin fékk ekki að kjósa um það hvort farið yrði í aðildarviðræður. Nú er umfangsmikið aðlögunarferli hafið til þess að móta okkur að regluverki Evrópuveldisins.
Þegar búið er að leggja samningana fram þá verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla, sú þjóðaratkvæðagreiðsla verður aðeins ráðgefandi. M.ö.o ríkisvaldið þarf ekki að hlusta á lýðinn í landinu.
Það lítur allt út fyrir að við séum á leið inn í Evrópuveldið þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé því mótfallin. Við erum á hnjánum í dag og þeir sem stjórna landinu virðast ætla að bera okkur fram á silfurbakka... Það er skítafýla af þessu, þetta lyktar allt af Samspillingu.
Formlegar viðræður að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hvenær hrynja Bandaríkin?
Mánudagur, 26. júlí 2010
Já hvernig endar þetta. Bandaríkin eru tæknilega gjaldþrota en samt geta þeir haldið úti stríðum og tekið yfir fallna banka.Einhvern tíman hlýtur þeirra bóla að springa...
Þeir geta varla prentað endalaust...
Hundrað bankar fallnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þeir sem áttu raunverulega fjármuni fljúga enn
Mánudagur, 26. júlí 2010
Íslendingar sjást þar ekki lengur á einkaþotum en þeir sem áttu raunverulega fjármuni fljúga enn eins og ekkert hafi í skorist,
Þessir hringrásarvíkingar áttu aldrei neina peninga, þeir áttu bara svo góða vini að þeir fengu þá að láni og létu svo eins og kóngar á meðan blaðran blés upp. Svo sprakk blaðran og peningarnir hurfu, en eftir sátu skuldirnar. Þeim tókst sem betur fer að einkavæða skuldirnar og ríkisvæða gróðann...
Þetta voru bara og eru gúmmítöffarar
Breytt umhverfi á Reykjavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrsta hvíta barn Ameríku
Mánudagur, 26. júlí 2010
Kanna meintar Íslendingaslóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fljúgandi sjúkrabílar
Mánudagur, 26. júlí 2010
Það vita allir að útkallatíðni rokkar upp og niður eftir tilviljunarkenndum atburðarrásum. Stundum rís línan hátt og stundum lágt. Hvað ætlum við að gera þegar eitthvað stórt kemur upp á? Bíða og vona að Danir séu nálægt til að redda okkur?
Þetta er engan veginn ásættanlegt að geta ekki sinnt okkar eigin fólki sem er í nauð og þarf á þessari þjónustu að halda. Væri ekki nær að selja þessa líka rándýru flugvél sem við höfum hvort eð er ekki efni á að nota(sjálf) og hlúa betur af fljúgandi sjúkrabílunum?
Danski herinn þurfti að bjarga Gæslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Léttir undir Icesave
Mánudagur, 26. júlí 2010
Flottar fréttir, hvað ætli þetta séu háar tölur sem þara um ræðir?
Þetta ætti þá eitthvað að létta undir Iceslave klyfjunum sem ríkisvaldið tók á sig án dóms og laga...
Fólkið fær sparifé sitt til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erum við ekki í kappi við tímann?
Mánudagur, 26. júlí 2010
Þessi pressa sem nú er kominn á stjórnarsamstarfið á aðeins eftir að aukast þegar á líður.
Er iðnaðarráðherra ekki búinn að segja það skýrt að þessum samningum verði ekki rift að hálfu ríkisins?
En hvernig er þetta, ef það á að ógilda þennan samning verður það þá ekki að gerast fyrr en seinna? Erum við ekki í kappi við tíman?
Styðja ekki ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sorglegur endir á göngu til heiðurs ástarinnar
Mánudagur, 26. júlí 2010
Þessi hörmulegi atburður á eflaust eftir að marka spor í þjóðarsál Þjóðverja.
Það er þó leitt að þetta hafi orðið til endaloka Ástargöngunnar.
Ef við reynum að finna ljós í myrkrinu þá dó þetta fólk í göngu til heiðurs ástar, það gæti verið verra.
Held að það sem heimurinn þurfi séu fleiri ástargöngur en ekki færri...
Heimild fyrir 250.000 manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Wikileaks vinnur ómetanlegt starf
Sunnudagur, 25. júlí 2010
"Í yfirlýsingu frá James Jones, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin fordæmi að einstaklingar og stofnanir hafi birt leyniskjöl" Þar sem Mbl birtir linka á þessi skjöl, falla þau þá undir fordæminguna?
Annars er Wikileaks miðill sem vinnur ómetanlegt starf í þessum heimi. Leynimakk og ritskoðun er krabbamein sem heimurinn þarf að losna við.
Það þarf bæði þor hugsjón og lýðræðisást til þess að leggja út í það ævintýri sem aðstandendur þessa miðils hafa lagt að fótum sér. Ætli það megi ekki segja þeir séu einhver útgáfa af "nútíma píslarvottum". Það er klárt að þessir menn eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn.
Hvernig fór annars með þessa tillögu þeirra að gera Ísland að griðastaður frjálsrar fjölmiðlunar?
Hugsa að sú tillaga væri stórt skref inn jákvæða atburðarrás...
En hún hefur líklega ekki fengið hljómgrunn á þingi...
Bandaríkin fordæma birtingu leyniskjala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)