Bláa gullið

Verndun vatnsbóla er mjög mikilvægt málefni nú á tímum vatnsskorts í heiminum. Vatnsskortur er eitt stærsta vandamál sem þjóðir heims munu glíma við á næstu árum, og jafnvel má búast við stórfelldum fólksflutningum. Svo má auðvitað ekki gleyma einkavæðingu vatnsins sem hefur skapað gríðarlega eymd í heiminum. Það er eins gott að við látum ekki frá okkur sölurétt bláa gullsins rétt áður en það verður heitasta söluvara í heimi.

Á Sunnudaginn sá ég sjón sem ég hef ekki séð áður. Ég var á leið í mína reglulegu göngu að Helgafelli í landi Hafnarfjarðar þegar við mér blasti að ekki var mér í boði að fá vatn úr affalli vatnsbólsins.

Áinn VAR alveg 100% þurr. Mér varð hugsi hvað þessu ylli. Er einhver hér fróðari mér í þeim málum sem getur svarað því? Og fyrst vér erum að ræða vatn, veit einhver um það hvort sú mýta sé sönn að flúor sé bætt í vatn hér á landi?

fresh_1002868.jpg 


mbl.is Milljörðum varið í að vernda vatnsból
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband