Að hugsa áður en maður talar

Það er þá frekar að kröfuhafarnir og ríki eigi að borga þetta heldur en fórnarlömb ólöglegra lána. Er það ekki þegar á botninn er það eina í stöðunni?

Hvað er samt málið með þessa Samfylkingar menn að tala á móti hagsmunum okkar rétt eins og þeir hafa í gegnum tíðina lagt sig alla fram við að tala á móti krónunni.

Hvort sem það sé rétt eður ei að þessi dómur veiki stöðu bankana þá einfaldlega getur það ekki verið gott útspil að vera blaðra um það hvernig geti farið ef allt fer á versta veg. Er þetta gamli góði hræðsluáróðurinn?

Að lesa á forsíðu Morgunblaðsins í dag að Bæði Seðlabankastjóri og Viðskiptaráðherra séu hræddir um að þessi dómur komi af stað öðru hruni, er einfaldlega ekki gott útspil.

Hvernig í ósköpunum þjónar það hagsmunum Íslands að blaðra um svona hluti á alþjóðavettvangi eins og hann Gylfi gerir nú á Bloomberg? Hvernig væri nú að vera svolítið samstíga í því að hugsa áður en maður talar. Eiga ráðamenn ríkistjórnarinnar ekki að gæta hagsmuna Íslands eða hvað? 

Er það að undra að maður spyrji? 


mbl.is Gæti kostað kröfuhafa hundruð milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ríkið erum við....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.6.2010 kl. 13:05

2 Smámynd: Hecademus

Það má deila um það Ingibjörg :)

En ég veit að Friedrich Nietzsche er ekki sammála því. Svo ég vitni ég hann:

"State is the name of the coldest of all cold monsters. Coldly it tells lies too; and this lie crawls out of its mouth: "I, the state, am the people." That is a lie! It was creators who created peoples and hung a faith and a love over them: thus they served life.

Við erum gerð hluti af ríkinu, en ríkið erum ekki við. Þó auðvitað sé ekki hægt að deila um það að peningarnir sem ríkið notar séu okkar...

Hecademus, 24.6.2010 kl. 13:15

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lýðræðið er fótum troðið!

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 21:37

4 Smámynd: Hecademus

Því miður Sigurður þá eru verndarar lýðræðisins í dag að halda utan um blekkingu. Raunverulegt lýðræði er í útrýmingarhættu, svo einfalt er það..

Hecademus, 24.6.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband