Kjarnakonan hún Jóhanna

„Hinsvegar finnst mér alveg ljóst að í þessum svörum er annars vegar verið að sýna mjög villandi mynd af aðdraganda undirritunar samninganna, og hins vegar, sem er sýnu alvarlegra, að skauta yfir kjarnaspurninguna,“ 

Er það bara ég eða er hún Jóhanna okkar snillingur í að snúa útúr og afvegleiða? Það kemur ósjaldan fyrir að hún er spurð að einhverju en endar á því að svara einhverju allt öðru. M.ö.o. alvöru pólitíkus :) 

En fyrst við erum nú að tala um hana Jóhönnu okkar þá verð ég eiginlega að segja mitt álit. Mér finnst Jóhanna vera kjarna kona, en þessi staða sem hún situr í hæfir henni ekki. Langt því frá.

Starfið krefst víðsýni, samskiptahæfileika og auðvitað enskukunnáttu. Við erum að tala um að það situr rúmlega sjötug flugfreyja í ábyrgðamesta starfi Íslands á mestu umbrotatímum Íslandssögunar. Sumir myndu halda að þetta væri grín :) En nei, svo er ekki. Þetta er raunveruleikinn á Íslandi í dag. 

Þetta kemur manni þannig fyrir sjónir að hún sé þarna svolítið eins og andlit, sauðgæra úlfsins. Leiðinlegt að hennar tími skuli koma svo seint og fara svo skjótt. Hún virðist vera orðinn svolítið þreytt greyið, en hún þrjóskast nú samt áfram. Hversu mikið þarf Jóhanna að treysta á aðstoðarmenn sína? 

johanna.jpg 

 


mbl.is Svörin gefa villandi mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband