Að flýja sökkvandi skip
Föstudagur, 25. júní 2010
Við erum að upplifa umbrota tíma í Íslenskri pólitík. Eftir síðustu sveitastjórnakosningar sáu tækifærisinnar hvers flokks það að auðvelt væri nú að flýja sökkvandi skip, að nú væri tækifæri á því að smíða nýjan bát.
Verð nú samt að segja að ef það á að fara dæla inn nýjum flokkum á þing þá myndi maður nú halda að það væri í verkahring fólksins í landinu að taka sér stöðu í stað þess að rótgrónir menn skipti um merki og að því leyti styrki aðeins heildarstöðu hins margumrædda fjórflokks.
Vér viljum ferskt blóð á þing...
Vinstri grænir eru með bremsufar upp á bak eftir að hafa þurft að þrífa upp alla mykjuna sem Samfylkingin hefur hent í þá. Vonum bara að skynsama fólkið í VG taki höndum saman og skilji alla úrelta ellikomma eftir.
Persónulega þá verð ég að segja að róttæk vinstristefna hljómi álíka spennandi og þurrt hrökkbrauð í kvöldmat. Auk þess sem manni sýnist á gangi heimsmála að Sósíalisminn sé svolítið farinn að renna ofan í fasisma.
Það þarf að smíða nýjan hugmyndafræðilegan ramma fyrir framtíðina. Kommúnismi, Sósíalismi og Kapítalismi eru allt útbrunnin kerfi sem hafa fengið sinn vitjunartíma. Tímarnir eru að breytast, á nýjum tímum er ekki hægt að styðjast við gamla hugmyndafræði.
En þetta er bara mitt álit..
Nýr vinstriflokkur í burðarliðnum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samspillingin hefur steytt á skeri og ætla vinstrimenn því að yfirgefa dallinn.
Þeir fundu engan björgunarbát (Jóhrannar lét fjarlægja alla aðra möguleika en að sökkva með skipinu) of Kaftreinninn er með eina björgunarvestið um borð sem er merkt nafni bátsins "Shit floats"
Sam neyðarúrræði hafa Kommarnir því límt saman bát úr saurblöðum kommúnistaávarpsins (sem hver þeirra er jú með í vasanum), buxnabotnum, bleium og hengingarólum og er skítur og hráki notaður sem lím.
Ekki er það farsældarflei.... enda skýrt "Ég kýs sjálfan mig"..
Óskar Guðmundsson, 25.6.2010 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.