Öld Asíu
Föstudagur, 25. júní 2010
Verð bara að segja að þetta ferli er allt eitthvað hálf loðið. Ekki bar mikið á því þegar sendinefndin kom hér um daginn, innan þessara nefndar vöru mjög háttsettir einstaklingar úr Kínverska kommunista flokknum.
Ekki er ég að ýja að því að Kínverja beri að varast, heldur verðum við að passa að semja ekki eitthvað undir borðið sem mun koma í bakið á okkur seinna meir.
Kínverjar ætla okkur greinilega hlutverk í sínu stóra plani sem hrundið var af stað af Maó formanni á sínum tíma. Við skulum ekki gleyma því að Ísland spilar hlutverk í ævafornum spádómum Kínverja. Auk þess sem bráðnun íss á norðurslóðum opnar nýjar víddir.
Margt getum við lært af Kínverjum. Eitt er sem dæmi að hugsa lengra fram í tíman en einn ársfjórðung, jafnvel heilt kjörtímabil ef út í það er farið. Kínverjar hugsa aldir fram í tíman.
Nú fer senn öld Asíu að renna í garð, okkur ber að nýta velvilja Kínverja en við verðum samt að hugsa hvert skref gaumgæfilega því eins og öll stórveldi þá hugsa þeir um sinn hag framar öllu
Samiðn gagnrýnir Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.