Örlæti samfélagsins

Nú á tímum efnahaglægða þurfa margir að treysta á velvilja stofnana.  Þannig á það í raun þó ekki að vera. Á tímum sem þessum á náungakærleikurinn að gilda, gildi forfeðrana eru örlæti og gestrisni. Íslendingar hafa stórt hjarta og vilja margir gefa til heildarinnar. Það sem vantar er gott hlutlaust kerfi sem hægt er að veita aðstoð í gegnum.

Setja þarf upp vefsvæði þar sem fólk getur bæði veitt og sótt um hjálp.

Samfélagið er og hefur verið að þróast í þá átt að millistéttin er deyjandi stétt. Það þýðir að hinn efnaði maður verður að gefa sitt af mörkum til þess að samfélagið geti vaxið sem heild. Ef hinir efnuðu ætla að sitja einir að auð sínum þá munu stoðir samfélagsins svigna. Nú er tími fyrir þá sem tóku hvað mest frá samfélaginu að gefa aftur til baka, það er þeirra skylda.

Fólk verður að gera sér grein fyrir því að við erum að stíga úr iðnbyltingu yfir í hugbyltingu. Það er hugur og hjarta fólks sem ákvarðar stöðu þess í samfélaginu en ekki efnahagslegt umfang. 

mind-revolution.jpg 


mbl.is Gífurleg aukning í innanlandsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband