Draumar Steingríms

„Já það tókst og það vorum við sem gerðum það,“ 

Af einhverjum ástæðum þá sé ég að þetta viðhorf hans Steingríms geti verið fremur áhættusamt. Að eiga þann draum að geta hugsað til baka sem hetjan er reddaði öllu þýðir að allt verður gert til þess að halda völdum. Og það fram í rauðan dauðan ef lesa má í orð hans...

„Ég, fyrir einn mann, ætla ekki með það í gröfina á bakinu að þetta hafi mistekist. Allavega ekki svo að við sjálf höfum klúðrað þessu.“   
 
Þetta var ekki mér að kenna, þetta var svona þegar ég kom hingað :) 
 
Steingrímur er nú á hálum ís og mikil pressa er á honum sem formanni Vinstri grænna. Ef hann ætlar að sanna sinn innri mann þá verður hann að vera sjálfum sér samkvæmur. 
 
Rétt er það hjá honum Steingrími að inn í framtíðina stefnum við. Ég sé að skýrt að draumsýn hans verður ekki að veruleika ef að Vinstri grænir ætla að halda því áfram að leika hlutverk skeinispappírs fyrir samstarfsflokk sinn. Bara því hann vill ekki missa völd, þá virðist það vera í lagi sé að láta grunn gildi flokksins fjúka. 

Ef ég væri kjósandi vinstri grænna þá myndi ég krefjast þess að flokkurinn stæði í lappirnar fyrir þeim gildum sem hann segist standa fyrir, fyrir þeim loforðum sem hann gaf til þess að komast í stjórn.

Ætli Steingrímur að vera sjálfum sér samkvæmur þá ættum við að vænta þess að hann styðji þá tillögu að draga ESB umsóknina til baka.

 steini.jpg


mbl.is „Já það tókst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Já, hann Steingrímur talar dálítið eins og hann og VG hafi ekki verið til þegar hrunið varð og að hann hafi ekkert með það að gera.

Hann tók þátt í að stöðva fjölmiðlafrumvarpið sem gerði Jóni ásgeir kleift að sölsa flesta fjölmiðla undir sig

Hann má eiga það hann steingrímur að "það tókst" að tryggja  Jóni Ásgeir yfirráð sín í fjölmiðlum

Það tókst að einkavæða bankakerfið einhvert, þó eingin viti hvert

Það tókst að kviðrista millistéttina og nánast þurrka henni út

Það tókst að reka lágstéttina á vonarvöl

Það tókst að níðast á öldruðum, fötluðum, fjölskildum og öðrum seme ekki geta hönd yfir höfuðs sér borið

Það tókst að svíkja öll gefin loforð; þú slærð það ekki út með deit kók

Það er að takast að tryggja yfirráð útlendinga yfir auðlindum Íslands(sjálfur hefði ég viljað að einhver Íslendingar hefð þetta, þeir borga nefnilega í ríkiskassann)

 Sá bati sem hér hefur átt sér stað er fólkinu í landinu að þakka og fyrirtækjunum að ógleymdum hæstarétti en þau geta ekki barist mikið lengur

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.6.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband