Skýr skilgreining mistaka

Þegar við horfum til baka þá sjáum við skýrt að mörg mistök hafa verið gerð af stjórnarmönnum í þessu máli. Það á bæði við um ríkistjórn Samfó og Sjalla auk Samfó og Græningja.

Ef við greinum mistök í rótina þá eru þau framkvæmd rangra aðgerða sem rekja má til dómsgreindarleysis, fáfræði eða skorts á athygli. Stjórnmálamenn hafa gerst sekir um að taka rangar ákvarðanir vegna skorts á innsæi og sýn yfir heildarmyndina.

M.ö.o. þeir hafa gerst sekir um vanhæfni. Sá sem er vanhæfur um að sinna stafi sínu að þeim staðli er af honum er ætlast, skal víkja. 

Vanhæfni þingmanna varðandi Icesave málið myndi ég segja að mætti fyrst og fremst rekja til ótta. Þegar óttinn nær tökum á fólki tekur það oft óhugsaðar órökstuddar og óskynsamlegar ákvarðanir. 

Hvers vegna axlar enginn ábyrgð á vanhæfni sinni?

Hvernig getum við Íslendingar sætt okkur við þetta?

icesave-2019.jpg

Eigum við ekki betra skilið? 

Hecademus krefst þess eins og allir Íslendingar að þeir sem stýri landinu séu til þess hæfir. 

 


mbl.is Saga afdrifaríkra mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband