Baðaðir upp úr tjöru og fiðri

"Í raun treysti Fjármálaeftirlitið lögfræðingum bankanna, á sínum tíma, til þess að meta lögmæti gengistryggingarinnar án nokkurrar sjálfstæðrar skoðunar"  Það er eins og að hleypa barni einu inn í sælgætisverslun og gera ráð fyrir því að það horfi bara á nammið..

Fjármálaeftirlitið á að hafa opinbert eftirlit með allri fjármálastarfsemi og lögum um fjármálafyrirtæki. Held að það sé flestum ljóst að þeir menn sem stjórnuðu þessu svokallaða eftirliti hafi brugðist skyldu sinni, á svo mörgum sviðum að eflaust hefðu þeir verið baðaðir upp úr tjöru og fiðri í einhverjum löndum ;)

Það liggur deginum ljósara að ef þessir menn hefðu sinnt skyldum sínum þá hefði aldrei farið eins og fór. "Löggan(FME)" var einfaldlega sofandi, annaðhvort vegna vanrækslu í starfi eða einhverskonar mútuþægni. Það kemur ekkert annað til greina.

Þessi mál þarf að skoða betur... 

tarredfeathered.jpg 


mbl.is FME skoðaði aldrei gengislánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér það á að fara ofan í saumana á þessu núna fyrir alvöru...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.6.2010 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband