Spákonufellshöfði

Spákonufellshöfði á Skagaströnd myndi ég segja að væri eitt sérstæðasta fjall okkar Íslendinga. Fjallið er óvirkt eldfjall.

þjóðsögur herma að Þórhildur spákona hafi búið við rætur fjallsins. Hún á að hafa hýst fyrstu kristinboðana hér á íslandi. Þjóðsögur segja að fjársjóður sé falinn í fjallinu.

Sjálfur hef ég gengið á Spákonufellshöfða og var það mér eftirminnileg reynsla. Að koma upp á topp og sjá yfir rennisléttan þykkan mosa er fremur sérstakt. Fjallið er eins og pýramídi sem vantar toppstykkið á. Útsýnið yfir strandlengjuna er ómetanlegt.

borgarhaus2


mbl.is Brotlenti á Spákonufelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér rennur blóðið til skyldunnar að leiðrétta smá misfærslu. Spákonufell er rétta nafnið á fjallinu. Oft er fjallið þó kallað Borgin manna á meðal á Ströndinni, dregið af klettaborginni efst á fjallinu.

Spákonufellshöfði er hinsvegar nafnið á höfðanum, klettabeltinu, sem setur sterkan svip á umhverfið og mótar höfnina og veitir henni skjól. Eldra nafnið á Skagaströnd var Höfðakaupstaður, kennt við téðan höfða.

Þórdís bjó vissulega undir Borginni, hún fóstraði Þorvald víðförla, fyrsta kristinboðann. Sagan segir að Þórdís hafi grafið auð sinn, mikinn að vöxtum í Borginni.

Það er upplifun að ganga á Borgina, satt er það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.6.2010 kl. 12:51

2 Smámynd: Hecademus

Þakka þér fyrir þá leiðréttingu Axel, þú ættir að þekkja þetta :)

Höfðinn er manni bara svo minnistæður að maður gleymir fjallinu...

Hecademus, 27.6.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband