Gott fólk það er nú eða aldrei sem við þurfum að finna samstöðu og fá fram upplýsingar og upplýsta umræðu

Iðnó Mánudaginn 28.06 kl. 20.00 -22.00

Opin Borgarafundur um nýfallin
Hæstaréttardóm um gengistryggingu lánsfjár og áhrif þess dóms á heimili og
fyrirtæki í landinu.

Boð hafa verið/verða send á eftirfarandi aðila:

Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra óstaðfest
Gunnar Andersen forstjóra FME óstaðfest
Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja óstaðfest
Lilju Mósesdóttur alþingismann óstaðfest
Guðmundur Andri Skúlasson fyrir hönd Samtaka lánþega.staðfest

Einnig er verið að vinna í að fá lögfræðinga til að sitja í pallborði og svara spurningum fundargesta

Hvetjum að sjálfsögðu alla sem láta þetta mál sig varða að mæta

Ætlunin er að Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök lánþega verði með stutta
framsögu ásamt ráðherra og að þeim framsögum loknum verði fyrirspurnir úr
sal.

Fundarform verður með sama hætti og áður hjá Opnum Borgarfundum

Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson.

 

Við teljum mikla þörf fyrir upplýsandi fund sem þennan

Ef frekari upplýsingar er þörf hafa samband við undirritaðan

Gunnar Sigurðsson í síma 897 7694

Nánari auglýsing með staðfestum frummælendum og pallborði verður send út um helgina