Það er Samfylkingin sem hefur þrengt stöðu sína
Mánudagur, 28. júní 2010
Auðvitað er sjálfstæðiflokkurinn búinn að þrengja stöðu sína, það þarf þó ekki að vera svo slæmt. Hann er jú bara búinn að útiloka samstarf við ESB flokkinn. Þar með er hann búinn að koma stöðu sinni á hreint
Samfylkingin er sú sem hefur þrengt stöðu sína, hún er eiginlega bara kominn í spennitreyju, það er gott að vita. Hlaut að koma að því fyrr eða síðar.
Samfylkingin vill skilyrðislausa aðild að ESB látið ekki blekkjast þó þau segi annað, orð er orð og oftar en ekki eru þau innantóm. Það segir mér enginn að Samfylkingin muni hafna þeim samning sem okkur verður boðinn, hvort sem hann verður góður eða slæmur.
Það er fásinna að láta flokk með glampa í augunum fyrir aðild leiða fyrir okkur samningaviðræður. ESB flokkurinn mun ekki hafna "himnaríki" bara vegna þess að það er ekki innréttað eftir hans höfði.
Þetta er allavega mín skoðun..
Þrengir ekki stöðu Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.