Nú skulu stjórnvöld hlusta

Þetta er rétt ályktun hjá hagsmunasamtökum heimilanna, en þó tel ég fremur ólíklegt að ríkið þori nokkuð að aðhafast. En sé ríkinu alvara með umhyggju sinni fyrir litla manninum þá skal það taka þessa ályktun alvarlega til greina.

Íslenskur almenningur mun ekki líða það að fjármálastofnanir fari í gjaldþrot án þess að greiða til baka ólögmætan hagnað. 

Það er deginum ljósara að fyrirtæki á borð við Lýsingu og fleiri verði látinn rúlla á hliðina.

 

Munið þið eftir frasanum, "Við ætlum að slá skjaldborg yfir heimilin í landinu" LoL Hvílíkt grín... 

 

heimili.png

 

Hvet fólk til að skoða: http://www.heimilin.is 


mbl.is Skora á stjórnvöld að frysta eignir fjármálafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta er engin spurning um hvað stjórnvöld vilja eða geta.

Þetta snýst um AGS.

Níels A. Ársælsson., 28.6.2010 kl. 12:21

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og AGS er búinn að boða blaðamannafund kl. 13:00. Fylgist með.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.6.2010 kl. 12:36

3 Smámynd: Hecademus

Þegar á botninn er hvolft þá er þetta allt spurning um vilja til framkvæmda, getu til að stýra og þor til að standa upp.

Það er rétt hjá þér Níels að eins og ástatt er í dag þá snýst þetta allt um AGS, svo fremi sem við leyfum. Hvort við ætlum að vera ofan á eða undir er val stjórnvalda... Það er algerlega ljóst að þessi stjórnvöld sem nú stýra hafa kosið undirlægjuna..

Hecademus, 28.6.2010 kl. 12:40

4 identicon

munið bara að AGS á ekki landið ... og voru Íslendingar ekki með stofnþjóðum í þessum blóðtökusamtökum ?

Valdi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 13:41

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mig langar að varpa fram hugmynd sem byggir á þeirri herstjórnarlist að fella andstæðinginn á eigin bragði:

Eftir dóm hæstaréttar hafa stofnast og eiga eftir að stofnast umtalsverðar kröfur á hendur fjármálafyrirtækjunum, ekki bara vegna endurgreiðslna á ofteknu endurgjaldi að viðbættum "seðlabankavöxtum skv. 18.gr. og 4.gr. laga nr.38/2001, heldur líka vegna skaðabóta fyrir tilvik eins og er lýst hér að ofan að viðbættum dráttarvöxtum sem byrja hugsanlega að tikka 16. júlí þegar mánuður verður liðinn frá dómi hæstaréttar!

Það sem er athyglisvert við þetta er að nú eru skuldararnir þar með komnir í hóp kröfuhafa viðkomandi fjármálafyrirtækja. Samkvæmt lögum um aðför getur kröfuhafi á grundvelli dóms og að vissum skilyrðum fullnægðum farið fram á að gert verði fjárnám til fullnustu kröfunnar. Reynist fjárnámið árangurslaust getur kröfuhafinn þá farið fram á gjaldþrotaskipti, í þessu tilviki á fjármálafyrirtækinu sjálfu. Að loknum gjaldþrotaskiptum eða eftir atvikum nauðasamningum gæti niðurstaðan orðið sú að kröfuhafar yfirtaki fyrirtækið í stað þess að leysa upp eignir þess. Það sem vantar núna er bara að fá snjallan lögmann í verkið.

Lántakendur góðir, má bjóða ykkur að eignast fjármálafyrirtæki?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2010 kl. 02:44

6 Smámynd: Hecademus

Þessi hugmynd er alls ekki svo vitlaus Guðmundur. Þessi flétta ætti að gefa fólkinu í landinu kost á að rísa upp og snúa vörn í sókn.

Það þyrfti eiginlega að fara í það að stofna róttæk hagsmuna samtök lýðsins sem tilbúinn eru að ganga í svona málefni, ásamt fleiri brýnum málum...

Er ekki einhver til í að leggja til fé :)

Hecademus, 29.6.2010 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband