Skapandi hugsun Íslendinga
Þriðjudagur, 29. júní 2010
Þetta er mjög jákvætt innlegg af hálfu ríkisvaldsins, það er gott að vita að eitthvað séu þeir þó að gera að viti. Allt það sem ýtir undir skapandi hæfileika landsmanna ber að fanga.
Um það er ég sannfærður að skapandi hæfileikar Íslendinga munu leiða okkur á rétta braut. Að horfa út fyrir kassann er eina leiðinn til þess að við náum að hífa okkur upp úr þeim forarpytt sem við dúsum nú í.
Skapandi hugsun gerir okkur kleift að sjá hlutina frá nýju fersku sjónarhorni. Skapandi hugsun fer fram í hægri hluta heilans. Með aukinni skapandi hugsun fæðast fleiri hugmyndir í gegnum huga okkar og því setjum við meira magn af sprotum út í raunveruleikan.
Því meiri nýsköpun sem verður til í hugum okkar því fleiri sprotar byrja að vaxta. Góðir sprotar eiga möguleika á að verða að stórum stofnum sé rétt að þeim hlúð.
Mjög jákvætt er hversu mörg sprotasetur hafa sprottið frá því kreppti að hér á landi. En ég verð þó að gangrýna þá skammarlega lágu upphæð sem ríkið deilir út til Nýsköpunarmiðstöðvarinnar og í sprotasjóði.
Á tímum sem þessum eigum við að dæla gríðarlegu fé í allt sem heitir ný-sköpun, það er almenn skynsemi.
Hagræn áhrif skapandi greina metin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.