Rifjum upp atburðarrásina af Icesave
Föstudagur, 2. júlí 2010
Datt í hug svona til gagns og gamans að stikla á stóru um Icesave atburðarrásina.
- Breskur banki kemur með þá hugmynd að setja á legg innlánsreikninga
- Íslendingar eru fengnir til þess að þróa hugmyndafræðina að "snilldinni" sem fékk nafnið Icesave.
- Breskir og Hollenskir sparifjáreigendur "veðja" á þessa reikninga og dæla stjarnfræðilegum upphæðum inn á reikninga með hæðstu mögulegu vöxtum sem þekkjast á byggðu bóli.
- Breska og Hollenska ríkið hafa miklar tekjur af Icesave á meðan ballið stendur yfir.
- Vaxtamismun er dælt út frá Íslandi, borgað af Íslendingum
- Glitnir banki var rændur innanfrá og hann kemur af stað domino.
- Allir verða hræddir og vilja peningana sína út
- Breska ríkið setur á okkur umdeild hryðjuverkalög og fellir í leiðinni Kaupþing.
- "Mainstreem" fjölmiðlar halda uppi miklu rangfærslum um hvað gerðist, og bæta þannig olíu á eldinn.
- Margir halda að Íslendingar séu upp til hópa ræningjar og hryðjuverkamenn.
- Íslendingar verða fyrir ómetanlegum orðsporsmissi og fjárhagstjóni.
- Í ljós kemur að þetta viðgekkst vegna gallaðs regluverks ESB, Íslendingar taka samt á sig skellinn. Regluverkið er lagað og Íslendingar gerðir að blórabögglum.
- Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kemur eins og riddari á hvítum hest og ætlar að lána okkur, en endar svo á því að kúga okkur til þess að borga Icesave.
- Samþykja átti alveg "glimrandi" samning sem gamall kommi og heimspekinemi náðu að landa, án þess að Íslenska þjóðin fengi að sjá hann. Komminn fer með þessi fleygu orð "Vildi klára þetta því ég nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir mér lengur"
- Icesave fer í þjóðaratkvæði og Íslenska þjóðin hafnar samning með sögulegum yfirburðum.
- Nú ætlum við að halda áfram að ræða við þessi séntilmenni um hversu háa vexti við þurfum að borga fyrir að fá að taka þátt í þessari snilldar fléttu....
- Ef allt fer að óskum í þessum viðræðum okkar þá lofar landstjórinn(IMF) okkur meira láni svo við getum borgað niður meiri skuldir..
Þessi listi er svo sem bara settur saman í flýti og því ekki neitt nákvæm útlistun á atburðarrásinni. En þetta á þó að gefa einhverja mynd af þeirri vitleysu sem Íslendingar virðast ætla að kyngja.
Veit ekki með ykkur en sumir myndu segja að þetta rugl væri bara eitt stórt plott, sett fram á kostnað Íslensku þjóðarinnar ...
Fundað um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi söguskoðun minnir helst á þegar nauðgari kennir fórnarlambinu um nauðgunina vegna þess að konan var í of ögrandi klæðnaði.
Óskar, 2.7.2010 kl. 12:35
Óskar: Sitt sýnist hverjum. Þessi samlíking þín segir að sé hún jöfnuð saman við dæmið þá leika Íslendingar hlutverk nauðgarans. Þú lítur greinilega á Íslensku þjóðinna sem gerendur í þessu máli.
Verð nú bara að segja að í þessu dæmi sem Icesave er þá eru það bretar sem hegða sér eins og nauðgarar.
Agnar Már (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:05
Agnar í fyrsta lagi hef ég aldrei heyrt það áður að einhver breskur banki hafi átt hugmyndina af þessu eins og segir í lið no. 1 í þessari færslu. Hvaða banki var það og afhverju hefur það aldrei komið fram ?
Síðan er það nú bara þannig að þetta var íslenskur banki, eigendur voru íslenskir, stjórnendur voru íslenskir og eftirlitið átti fyrst og fremst að vera í höndum fme og seðlabanka Íslands. Það brást. Íslenska ríkisstjórnin aðhafðist heldur ekkert. Þessi banki rændi síðan og ruplaði í Bretlandi og Hollandi. Ég sé fyrir mér hvað hefði gerst hér ef erlendur banki hefði hagað sér svona.
Afhverju heldur þú að NÁKVÆMLEGA ENGIN ERLEND ÞJÓÐ STYÐUR OKKAR MÁLSTAÐ Í MÁLINU ? Ég skal svara þessu sjálfur, víða í útlöndum njóta þjófar ekki stuðnings.
Annars finnst mér svona prívat og persónulega að þessi reikningur eigi að fara á Valhöll, Háaleitisbraut 1 Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn kom okkur í þetta þegar hann seldi glæpamönnum bankann fyrir klink.
Óskar, 2.7.2010 kl. 13:25
Rámar að ég hafi nú einhverntíman heyrt um þennan breska banka,sú frétt hvarf jafn skjótt og hún kom. Man einhver einhver nafnið á honum?
Ps. Óskar, var það ekki Samfylkinginn sem setti sig á móti því að hámarks eignarhald á bönkunum yrði 5% eins og Davíð vildi?
Útlendingur (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:36
Óskar: "Afhverju heldur þú að NÁKVÆMLEGA ENGIN ERLEND ÞJÓÐ STYÐUR OKKAR MÁLSTAÐ Í MÁLINU".
Ætli það sé ekki sama ástæða og að ENGIN ÞJÓÐ hefur stutt málstað landa eins og Haiti meðan þjóðir eins og Bandaríkin og Frakkar stunda árhundraða nauðgun á þeim (með aðstoð AGS að sjálfsögðu).
Óskar, heilbrigðir Íslendingar hljóta að vera farnir að sjá hverskonar aðför er í gangi til verndar, sérstaklega erlendum, fjármagnseigendum (og þar eru þýskir bankar nokkuð framarlega í flokki).
Björn (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 13:55
Óskar: Þessi atburðarrás er bara eins og hún er. En hún er ekki nákvæm, þ.e.a.s. ekki eru dregnir upp allir þættir heldur fremur þeir sem snúa að Íslensku þjóðinni.
Ef þér finnst Íslendingar vera nauðgararnir í þessu máli, þá máttu hafa þá skoðun fyrir mér.
Verð þó að viðurkenna að ég man ekki nafnið á þessum banka, en ég man það þó eftir því að hafa heyrt frétt þess efnis að upprunalega hafi hugmyndin verið fenginn frá einhverjum breskum banka. Það kom manni í opna skjöldu því aldrei hafði maður heyrt minnst á það áður.
Hecademus, 2.7.2010 kl. 14:17
Þetta er að koma mér í opna skjöldu, ég hef bara ekki heyrt af þessu fyrr og man ekki eftir að hafa rekist á frétt þessu tengt, en að hugmyndin hafi verið fenginn frá eða að Íslendingar hafi verið fengnir til að þróa hugmyndafræðina á bak við þessa reikninga er tvennt ólík myndi ég segja. Er ekki einhver sem getur kannað þetta betur...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.7.2010 kl. 16:50
From the start the British "Authorities" knew what was happening....They repeatedly told the Icelandic Government that they should make the bank a "British Bank" The Icelandic banks were in too deep.....But the Icelandic banks could not allow that to happen, because the "Money Flow" would have been under British regulation.... That meant that it would not have been possible for the Icelandic Bank system to transfer money to Iceland to loan to your so called "útrásavikingar" (Gangsters)... The Icelandic Government was warned again, but did nothing....The Icelandic media said that the British were jealous of how "BIG" iceland was....Adverts on English television stated that "all deposits were Guaranteed by the Icelandic State Bank".......Just think what would have happened if the British Government would have stopped "IceSave" when it was in full flight....Iceland would have been screaming injustice... "The British are stopping us from making a fortune!!!........But.....Lets face it............The British should have stopped it earlier.......and faced the screaming and shouting from Iceland.....As it was, when the British finally put a stop to the criminal robbing of British Investors you did scream and shout.... We are not "Hrydjuverkamen"............IT WAS THE ONLY LAW THE BRITISH HAD TO STOP THE FLOW OF MONEY OUT OF THE UK !!!
Many people are sick and tired of a Nation that lived beyond it´s means and borrowed money to buy things they could not afford.......And even now......in typical Icelandic fashion.....IT IS EVERYBODY ELSE TO BLAME....
I am sorry, but you really need to grow up.
Eirikur , 3.7.2010 kl. 01:37
Það skiptir ekki máli hvar átti hugmyndina - hún þróaðist með þeim hætt sem raun ber vitni um - og við sitjum í súpunni - Þessi Eiríkur sem skrifar hér er kanski nákvæmlega það - ei ríkur. En hann er þó ríkur af undirlægjuhætti við breta - væntanlega styður hann ríkisstjórnina.
Lítill hópur glæframanna setti okkur á hausinn - stjórnmálamenn og eftirlitskerfi voru vanbúin og enginn þekkti hrun af þessari stærð enda ekki gerst áður.
Þegar Lehmannsbanki fór á hausinn fór skriða af stað - skriða sem skók fjármálakerfin í stórum hluta heimsins. Enn eru bankar að fara á hausinn í kjölfar Lehmannsbankahrunsins.
Viðbrögð breta (beiting hryðjuverkalaganna) höfðu ekkert með þetta mál að gera að öðru leiti en því að gordon brown var að kaupa sée nokkurra daga vinsældir hjá óupplýstum bretum. Bretar hafa ráðist gegn okkur áður - þessi "vinaþjóð" ræður ekki við stærri þjóðir enda er breska ljónið orðið að tannlausum kettlingi.
það dugði skammt.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.7.2010 kl. 10:11
Síðasta setningin átti að vera á eftir - óupplýstum bretum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.7.2010 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.