Að byggja upp trú og væntingar

"Vöxturinn byggi á okkur sjálfum, getu iðnríkjanna á að skapa traust á ný."

"Stjórnvöld verði að gæta þess að spilla ekki væntingum neytenda svo þeir dragi ekki úr neyslu. Ekki megi spilla væntingum fyrirtækja svo þau hætti að fjárfesta sem og tiltrú fjárfesta og sparifjáreigenda." 

Sumir myndu segja það væri öruggt að önnur kreppa sé á leiðinni. 

En auðvitað segjast þessir toppar engan ótta hafa, þeir hvorki geta né mega segja nokkuð annað. 

Þegar í botninn er litið þá er allur þessi fjármála leikur byggður á trú og trausti.

mammon-euro-dollar_1006106.jpg

Mammon 

Það á einnig við um "sýndargjaldmiðla" á borð við Evru og Dollar.

Þessir gjaldmiðlar eru svo til bara skuldir. 

Ef markaðurinn lætur af trú, þá hrynur allt.   

Og ef allt hrynur þá er ekki neitt eftir nema stjarnfræðilegar skuldir.

Þá liggur eftir stóra spurningin, hver á skuldirnar ef allt hrynur?


mbl.is Óttast ekki nýja kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Peningar hafa farið í svarthol nú undanfarin ár það svarthol er að gleypa allan hagvöxt og það fjármagn sem er í umferð afleiðingin er kreppa og hún er að koma!

Það sem undan er gengið er lausafjárkrísa sem velt er á undan sér og almenningur á að borga, það getur hann ekki því verður kreppa!

Sigurður Haraldsson, 4.7.2010 kl. 18:23

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úff hvað verður mikil óðaverðbólga í USA og ESB þegar allir þessir nýprentuðu peningar komast á endanum í umferð.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2010 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband