Íslendingar í Noregi

Það skal ekki undra að norskir vinnuveitendur skuli sækjast eins og raun ber vitni um eftir því að fá Íslendinga í vinnu hjá sér. Við höfum á okkur gott orðspor fyrir að vera bæði fjölhæf og dugleg, m.ö.o. þá eru við verðmætt vinnuafl.

Sem dæmi í byggingariðnaði þá hafa Norðmenn ekki minnsta áhuga á að vinna nokkra yfirvinnu, auk þess sem þeir eru oft mjög einskorðaðir við einn verkþátt.

Norskir vinnuveitendur vita það að ef þeir ráða Íslending þá er hægt að nota hann í mörg verkefni og hann mun vinna eins mikið og hann má.

Margir Íslendingar eru nú út í Noregi að vinna nótt sem nýtan dag og eru að hafa vel upp úr því.

 

norge_med_holmestrand.jpg

 


mbl.is Ungt norskt fólk nennir ekki að vinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður nú samt að segjast eins og er að mjög margir íslendingar eru mjög latir í vinnu, sérstaklega ef við berum okkur saman við útlendinganna sem við fáum í vinnu.

Axel (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 16:41

2 identicon

Þetta er óskhyggja og mýta. Íslendingar eru frekar latir í vinnu. Hef starfað erlendis, bæði vestan hafs og í Bretlandi, og verð að segja að mér finnst Íslendingar almennt frekar latir.

Lundi (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 17:34

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Pólverjar eru einstaklega duglegt fólk,sem við gætum tekið okkur til fyrirmyndar.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.7.2010 kl. 17:50

4 Smámynd: Hecademus

Upp til hópa telja norskir vinnuveitendur Íslendinga fjölhæfa og duglega, það er staðreynd en hvorki óskhyggja né mýta.

Auðvitað er til fullt af húðlötum Íslendingum.

En þeir Íslendingar sem hafa fyrir því að ferðast á milli landa til vinnu teljast upp til hópa gott vinnuafl, og því skal enginn neita að þeir eru eftirsóttir í Noregi. Allavega í byggingariðnaði.

Hecademus, 4.7.2010 kl. 18:06

5 Smámynd: GunniS

ég var úti í noregi sumarið 1987, og mer skildist á fólki þar að það borgaði sig ekki að vinna yfirvinnu í noregi því þeir hafa hagað því þannig að það fer allt í skattinn, eða - má segja að yfirvinna sé bönnuð í noregi, og er dagvinna þar miklu hærri en gerist hér á skerinu, annað en hér þar sem virðist þurfa að vinna 18 tíma á dag til að ná endum saman. sem er mjög slæmt mál, fólk á að geta haft tíma fyrir áhugamál . líkamsrækt eða fjölskylduna. 

GunniS, 4.7.2010 kl. 19:37

6 identicon

Skemmtilegt að sjá þig setja fram þessar alhæfingar og ganga jafnvel það langt að kalla þær staðreyndir.. þú hlýtur þá að hafa eitthvað máli þínu til stuðnings sem þú getur deilt með okkur

Gyða (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 12:03

7 Smámynd: Hecademus

Gyða: Hef orð all nokkra er hafa flutt til Noregs og unnið þar við smíðar, bæði sjálfstætt og undir verktökum. Ætla mér nú samt ekki að setja upp heimildarskrá þess efnis. Auk þess er hægt að líta á fjölmörg dæimi þess að verktakar séu að auglýsa eftir eftir vinnuafli hér á Íslandi.

Hecademus, 5.7.2010 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband