Þingmaður í broddi fylkingar
Mánudagur, 5. júlí 2010
Gaman er að sjá hana Birgittu í broddi fylkingar, sú kona gengur hreint til verks og setur sig ekki ofar neinum öðrum. Þrátt fyrir að sitja á hinu háa Alþingi Íslendinga.
Verð nú samt að segja að 400 manns teljast nú varla stór hópur mótmælenda miðað við það að Seðlabanki og FME hafi gefið út stríðsyfirlýsingu á fólkið í landinu svo ég vitni í Bubba Morthens.
Allt fór fram friðsamlega í þetta sinn.
Líklega hafa þessi mótmæli þó ekki opnað eyru nokkurs manns sem einhverju í þessu landi ræður.
Seðlabankanum var læst, keyrt var á hurðina á mótorfák auk þess sem ein kona fór upp á slysó eftir vettlingatök lögreglu.
Bubbi segir byltingu framundan.
Eru þessi mótmæli aðeins byrjunin?
Mun fólk rísa upp þegar líður á Október?
Mótmælendurnir farnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nei aldrei á íslandi.............værukærir aumingjar allir með tölu :(
nei ennars ekki þessi 401
Sigurður Helgason, 5.7.2010 kl. 14:55
Langar fólki í dálítið blóðbað til að breyta til? Hvað meinarðu svo, Siggi! Manstu ekki eftir Búsáhaldabyltingunni og drauminum um "Nýja Ísland"? :P
Reyndar er Nýja Ísland nú þegar til, þ.e.a.s. í Manitoba.
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 15:40
Hvað meinar siggi ....... þið fóruð á kjörstað og gáfuð þessum ösnum umboð ykkar
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU hahahahahahahahah
heims þjóð íslendingar,
Sé sömu asnarnir ganga inn í bankana með það litla sem þeir eiga eftir , girða niðrum sig og spyrja geturðu geymt þetta fyrir mig,
Og fólkið sem vinnur þar fyrir mafíuósana og eru í frontinum á handrukkunar dæminu segja það er ekki við mig að sakast,
OG varðhundar nappa segjast alveg sofa á nóttum, þó þeir handleggsbrjóti einn og einn, og eru svo hissa á að það sé gert grín að þeim þegar þeir mótmæla lágum launum, jég á ekki orð hvað íslendingar eru heimsk þjóð
Sigurður Helgason, 5.7.2010 kl. 16:18
Þetta er bananlýðveldi, því miður. Eða öllu heldur álbræðslunýlenda.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.7.2010 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.