Vér mótmælum öll
Þriðjudagur, 6. júlí 2010
Hvetjum alla til þess að mæta á staðinn og láta í sér heyra.
Í þessu máli verðum við að standa saman, öll sem eitt.
Dómur hæstaréttar skal gilda.
Nú er komið að því að fólkið í landinu rísi úr sætum sínum og segi hug sinn.
Nú er komið að því að fólkið í landinu sýni að valdið sé sitt.
Nú er komið að því að sýna Ríkisvaldinu að það vinni fyrir lýðinn í landinu en ekki Alþjóðlega landstjóran.
Fólkið í landinu verður að sýna fram á það að ekki verði á því troðið meir.
Ef þú leyfir fanti að kúga þig einu sinni þá mun hann gera það aftur, og aftur...
Þangað til þú þekkir ekkert annað.
Nema þú standir upp og berjist fyrir rétti þínum.
Við skulum mæta öll og segja, vér mótmælum.
Áfram mótmælt í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég læt ekki óþjóðalýð beita mig blekkingum með lágkúrulegum áróðri og rangfærslum. En ykkur er frjálst að mótmæla og opinbera fáfræði ykkar eins og ykkur lystir.
Þjóðin lætur ekki blekkjast, lifi Ísland.
Fjölnismaður (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 00:45
Það er nú þegar verið að blekkja þjóðina. Áróðurinn er stundaður grimmt á móti fólkinu í landinu. Held að það sé kominn tími til að einhver stundi smá áróður á móti.
Fjölnismaður: Hvaða rangfærslur þú ertu annars að tala um? Held að þú sért svolítill gjammari.
Sigurður Kjartansson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.