Skipulag er grunvöllur velgengni

Hún Klara Lind á hrós skilið fyrir þvílíkan metnað og áhuga sem hún virðist sýna. 

Þegar nám og árangur í lífinu er annarsvegar þá skiptir skipulag sköpum.

Manneskja sem temur sér skipulag á unga aldri eru allir vegir færir í lífinu.

Sumir eru það heppnir að læra þetta snemma oftast frá foreldrum sínum. 

Alveg er það þó fáránlegt að ekki sé lögð áhersla á að kenna börnum skipulag í skólakerfinu.

 

 


mbl.is Sextán ára stúdent stefnir í jarðfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær og gleðileg frétt, ég óska þessari ungu telpu innilega til hamingju með góðan árangur í námi....

Solla Bolla (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 07:49

2 identicon

Heyr, heyr! Hverju orði sannara!

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 15:33

3 identicon

Er ekki eðlilegast að spyrja hverjir foreldrarnir séu og hvernig það stendur á því að hún komist upp með þetta?

Jónatan (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 15:48

4 identicon

Flott hjá henni, útskrifaðist sjálf út hraðbraut 18 ára gömul í fyrra og er núna að byrja 2 ár í líffræði í HÍ

Er samt frekar fúl yfir því að það hljómi eins og hún sé 4 árum á undan og sé ný orðin 16 því að sannleikurinn er sá að hún er að verða 17 ára í nóvember. Og er líka fúl yfir því að það sé sagt að aðeins ein stúlka hafi innritast í HÍ 17 ára fyrir fáum misserum þegar ég á tvær vinkonur sem voru 3 árum á undan sem fóru í tölvuverkfræði í fyrra og jafnvel ein af þeim var ekki orðin 17.

Sandy (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 19:44

5 identicon

Ætlar virkilega enginn að nefna þann ókost að stelpan er að fara á mis við bestu ár lífsins - 4 árin í Menntaskóla?

Hún er að missa af öllu félagslífi og félagaslegum þroska. Missir af sínum jafnöldrum og vinum, er í raun að skera af æskunni til þess eins að geta byrjað fyrr að vinna.

Ég myndi seint vilja flýta fyrir mér með því að hafa sleppt góðu menntaskólaárunum og skiptinámi í eitt ár. Er því núna á þriðja ári í háskóla einu ári seinna en margir. En hefur reynslu og góðar minningar :)

Þó gott að stúlkan hafi þennan metnað, en ég vil meina að hún muni sjá eftir þessu fyrr eða síðar. Giska á fyrr...

Heiða (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband