Þessu máli verður að fylgja eftir

Þetta mál má ekki gleymast,

eins og svo margt annað vafasamt sem hefur fengið að viðgangast í gegnum tíðina.

Við skulum vona að þeir sem hugsa um hag Íslendinga á þingi láti þetta hneyksli ekki líðast. 

Auk þess held ég að kominn sé tími á að Vinstri grænir segi sig frá þessu stjórnarsamstarfi og setji þannig Samspillinguna á bekkinn, nóg er hún búinn að skaða Ísland í bili.

Vinstri-Grænir eru samsekir öllu því sem fram fer undir formerkjum þessa stjórnarsamstarfs.

Hlustið á grasrótina, hún veit sínu viti... 


mbl.is Vill fund um Magma í iðnaðarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála og að því ógleymdu að Vg eiga eftir að afsanna þær fjölmörgu ásakanir sem snúa að svikum varðandi innköllun aflaheimildanna.

Mér sýnist að þess verði skammt að bíða að þær ásakanir sannist.

Á minni löngu ævi hef ég ekki lifað ríkisstjórn sem svikið hefur fleiri loforð en þessi ríkisstjórn hefur gert. Og ekki eru neinar vísbendingar um að þeim ómerkilega ósið sé að ljúka.

Árni Gunnarsson, 10.7.2010 kl. 21:18

2 identicon

Ég er sannfærð um að hvergi á byggðu bóli, finnast jafnmargir ræningjar og lygarar eins og í íslensku embættisstéttinni. þá á ég við kosna þingmenn og ekki kosna ráðherra.  Allt helv. skítapakkið.  Og launþeginn er ekkert skárri  lætur mata sig með hverri lyginni og þvælunni og kýs alltaf það sama.  Og hver um sig segir:  ÞETTA REDDAST.

J.þ.A. (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband