Við verðum að hrekja AGS á brott

Þetta fólk á heiður skilið fyrir óeigingjörn störf í þágu lands og þjóðar.Þetta fólk lokar ekki augum og eyrum sínum fyrir þeirri hættu sem steðjar að okkur að tilstuðlan þessa sjóðs.

Á næstu dögum mun fólkið í landinu vonandi fá vakningu um hvaða afleiðingar vera sjóðsins getur verið fyrir Ísland og Íslendinga.

 Þá mun fólk vonandi sameinast um málstaðinn og flykkjast á staðinn og mótmæla.

Það er vitað mál að eitt hatar AGS meira en allt og það eru mótmæli. 

 

Tíminn líður, við verðum að losa okkur við efnahagsáætlun AGS 


mbl.is Mótmælt við skrifstofu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef AGS hefði ekki aðstoðað okkur þæ hefði Ísland orðið gjaldþrota.

Ekki flókið.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2010 kl. 17:16

2 Smámynd: Durtur

Viltu þá ekki útskýra fyrir okkur vitleysingunum hvernig það hefði átt sér stað, Þruma? Ætti ekki að vera mikið mál fyrst það er ekki flókið.

Durtur, 12.7.2010 kl. 17:36

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það vildi eingin lána okkur nema AGS. (að undaskildu Færeyjar og Pólland).

Norðurlandaþjóðirnar bundu sýna lánafyrirgreiðlu við AGS prógrammið.

Það var stór gjaldagur að nálgast.

Ef við hefðum ekki fengið lán frá AGS þá hefðum við ekki geta staðið í skilum..... þ.e gjaldþrota.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2010 kl. 18:29

4 Smámynd: Hecademus

Tæknilega séð þá vorum við og erum gjaldþrota, best hefði verið að viðurkenna það í upphafi og byrja upp á nýtt.

Þar fyrir utan þá held ég að við getum þakkað AGS fyrir að við fengjum ekki lán frá frændum okkar.

Hecademus, 12.7.2010 kl. 18:54

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hecademus hárrétt hjá þér!

Sigurður Haraldsson, 13.7.2010 kl. 00:08

6 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

AGS/IMF bannaði "vinaþjóðum" íslendinga að lána okkur. Ísland er gjaldþrota, ef almenningur / ríkið á að bera ábyrgð á arfavitlausum fjárfestingum banka og þjófnaði fyrrum eigenda á innistæðum fólks.

Nú þegar eru skuldir íslands á móti landsframleiðslu meiri en nokkursstaðar hefur gerst í heiminum áður. Ísland er meira gjaldþrota en nokkurt annað land fyrr og síðar, það er sannleikurinn.

 En hér er sannleikurinn um IMF/AGS með kveðju frá Íslensku Andspyrnuhreyfingunni gegn AGS:

http://www.svipan.is/?p=9305

Baldvin Björgvinsson, 13.7.2010 kl. 09:50

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

AGS bannaði ekki einum né neinum. Norðurlandaþjóðirnar treystu einfaldlega ekki íslenskum stjórnvöldum til þess að fara með peningana þeirra. Skiljanlega enda sýndi íslenska ríkistjórnin svo um munaði að hún kann ekkert að fara með peninga. Norðurlandaþjóðirnar settu sjálf skilirði að við þurufum að fara eftir AGS prógramminu.    Sem aðalega gengur útá það að við þurfum að auka tekjur og draga úr eyðslu til að geta brúað fjárlagagat....... í rauninni þarf ekki AGS til að segja okkur þetta. En AGS fær samt skamminar fyrir að benda á þetta.

Einnig vil ég fá svar frá þessari svokölluðu andspyrnuhreifingu hvar annarstaðar við eigum að geta fengið lán á jafn góðum kjörum og AGS lánið. Þið hafið kannski aldrei heyrt um hlut sem heitir skuldatryggingaálag sem er mjög hátt núna.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.7.2010 kl. 10:26

8 Smámynd: Hecademus

Við þurfum ekki að fá meiri lán, eigum hátt í 500 milljarða í gjaldeyrisvarasjóð. Auk þess sem við getum brúað fjárlagahallan gífurlega með því að skattleggja séreignalífeyri fyrirfram. Þar gætu leynst um 70 milljarðar á ári.

Auk þess tel ég að ef við þyrftum svona nauðsynlega að fá lán þá ætti að þrýsta á lífeyrisjóði landsmanna. Fáránlegt að þeir séu ekki að gera meira en raun ber vitni um. Til hvers að borga vexti til AGS þegar ríkið gæti verið að borga þá til almennings.

Hecademus, 13.7.2010 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband