Geimvopn

ion_cannon_firing-commandnconquer.jpg

Hélt að leysibyssur væru ekkert nýjar á nálinni. Sá einhvern tíman myndband þar sem Rússar grönduðu flugvél með svoleiðis apparati.

Auk þess eru Kínverjar og Bandaríkjamenn líka með leysibyssur sem geta grandað gervitunglum á örskömmum tíma. Þegar stríð skellur á þá verða það eflaust með fyrstu aðgerðum.

Geimvopn voru eitt sinn eins og margt annað vísindaskáldskapur sem nú í dag er orðinn raunveruleiki. Einhver myndi segja að þetta vopnakapphlaup væri löngu komið út í öfgar.

Hvað gerist þegar þeir byrja að nota allt þetta dót?

http://www.space.com/businesstechnology/space-war-weapons-heats-up-100505.html 

http://www.wired.com/dangerroom/2008/03/space-weapons-b/ 


mbl.is Ekki bara í Star Wars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Ég er nú nokkuð viss um að ég hafi lesið eitthverstaðar að tilraunir væru hafnar með leysigeisla til að skjóta niður eldflaugar, og það er langt síðan ég las það.

Arngrímur Stefánsson, 19.7.2010 kl. 21:51

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Tilraunir með leysivopn hafa staðið yfir í nokkra áratugi. Þeir hafa svosem afrekað að skjóta niður allan fjandann með þeim, en það sem er nýtt af nálinni hérna er að þetta eru færanleg vopn. Allar eldri gerðir voru á föstum undirstöðum. Það er fyrst núna sem að reiknigeta tölva er orðin slík - og forritin nógu öflug - að þeir geta hæft skotmörk af færanlegum skotpalli af nokkurri nákvæmni. Það er það nýja við þetta.

Heimir Tómasson, 20.7.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband