Um Byggðarstofnun

26byggdastofnun2.gif

Fyrir þá sem ekki vita þá er byggðastofnun sjálfstæð stofnun sem rekinn er á ábyrgð ríkisins. Hlutverk stofnunarinnar er að efla byggðar og atvinnulífs á landbyggðinni. Stofnunin fjármagnar og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og nýsköpun í atvinnulífi.

Einhvernvegin virðist þessi stofnun ekki vera að standa sig. Hún hefur sem dæmi kostað skattgreiðendur að núvirði 6 milljarða á síðustu 5 árum

Var að velta því fyrir mér, heyrir þessi stofnun undir iðnaðarráðherra eða forsætisráðherra? 

 


mbl.is Byggðastofnun í vandræðum á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Það á að leggja Byggðastofnun niður,þróunarsjóðirESB eiga að taka við þvi hlutverki sem hun hefur . Byggðastofnun er veik stofnun og hefur alltaf verið.þróunarsjóðir ESB  eru ópólitiskir fagsjóðir sem sinna líku hlutverki, þvi á að leggja Byggðastofnun niður.

Árni Björn Guðjónsson, 21.7.2010 kl. 06:10

2 identicon

Byggðastofnun hefur reynt að sinna hlutverki sínu en aldrei fengið neitt almennilegt fjármagn til þess. 6 milljarðar (s.s 20 þ á hvern íslending) er fjárhæð vissulega en miðað við hvað þarf til að halda uppi einu litlu sveitafélagi hér á landi þá er það of lítið. Hér miða ég við alla þá grunnþjónustu sem fólk ætlast af sveitafélagi sínu. Það er meira en bara póstur, vatn og hiti. Fólk ætlast til viðunandi vegagerðar, almennilegar nettengingar, síma(fer reyndar saman) og ótal hluti. Malbik er harðgerð steypa og er ekkert sérlega ódýr að gera.

Kristján Haukur Magnússon (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband