Hvað með 80 ára leyndina?
Miðvikudagur, 21. júlí 2010

Hélt að það væru allir búnir að gleyma þessari skýrslu.
Pælið samt í því að þetta lið komist upp með að hafa 80 ára leynd yfir veigamiklum málum í þessari rannsóknarskýrslu. Þessar upplýsingar þykja of viðkvæmar fyrir almenningssjónir og verða þær því dulkóðaðar og settar í geymslu þjóðskjalasafns þar sem þær fá að kólna til 2090.
Hvernig er þetta getur þjóðin ekki krafist þess að fá þessar upplýsingar?
Hverjir eru það annars sem skipa þessa þingmannanefnd?
![]() |
Fundað stíft frá og með 17. ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svokallað "þetta lið" kemst upp með hvað sem er. "Þetta lið" situr á Alþingi og í ráðuneytum ásamt því að "þetta lið" skipar dómstóla landsins og situr í helstu embættum. "Þetta lið" á og stýrir sterkum fréttamiðlum. "Þetta lið" mun halda óbreyttum vinnubrögðum þar til eitthvað gerist sem fólk ræðir ekki nema í hvíslingum.
Marga dreymir um að þeir tímar komi að margir óski þess heitt að hafa sleppt því að vera í "þessu liði!"
Árni Gunnarsson, 21.7.2010 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.