Fjárglæframenn mergsugu sjóði Íslensku þjóðarinnar

Það hurfu 6.000 til 7.000 milljarðar króna úr bankakerfinu

Hvert fóru allir peningarnir?

Er öruggt að þessir peningar finnist á endanum?

Ég veit það ekki. Ég get ekki svarað því. Bretar vita ef til vill svarið.“

Landráðsmenn og erlendir samstarfsmenn mergsugu sjóði Íslensku þjóðarinnar. Þeir rændu hana ekki bara fé heldur einnig æru og stolti. Nú búa margir þessara manna í skjóli Bretaveldis og lifa þar eins og kóngar, á meðan stór hluti þjóðarinnar sér fram á eymd og sult fyrir þeirra glæfraverk.

Eftir svikamilluna, hringrásarvitleysu og uppskáldaða viðskiptavild situr Íslenska þjóðin eftir ráðalaus, sár og svekkt. Ekki nóg með að þjóðin sé búinn að tapa sínum digru sjóðum heldur situr hún  eftir að ósekju með bakreikning í þokkabót sem Bretar og Hollendingar (og að því virðist Íslenskir ráðamenn) eru að reyna hlekkja við hana. Skuld sem þjóðin á ekki að borga.

Nú sitja hinir langkúguðu Íslendingar eftir heima í sófanum, vælandi og vorkennandi sjálfum sér í stað þess að rísa upp og ganga á eftir réttlæti... Einhver hvíslaði því hér um daginn að Íslendingar myndu láta í sér heyra þann 10.10.2010 þegar Alþingi kemur saman á ný.

Blekkingarnar og ruglið sem áttu sér stað fyrir hrun eru að miklu leyti enn við líði með þöglu samþyki ráðamanna. Íslenska þjóðin hefur ekki efni á að líða til lengdar spillt fjármálakerfi og vanhæfa ráðamenn. 

Á Íslenska þjóðinn ekki betra skilið? 

Maður spyr sig... 

Er ekki kominn tími á að fólkið í landinu taki stjórn á landinu?


mbl.is 900 milljarðar í óefnislegum eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband