Táknræn mynd
Fimmtudagur, 23. september 2010
Já þetta eru fulltrúar okkar á alþjóðavettvangi. Þessi mynd er svolítið táknræn fyrir ástandið hér á Íslandi. Allir þeir sem eiga að stjórna landinu virðast hálf sofandi við stýrið og bíða eftir því að lenda í strandi.
Er ekki lágmark að ráðamenn þjóðarinnar séu vakandi við störf sín fyrir almenning?
Össur bíður eftir komast til himnaríkis í Brussel því hann veit að þar getur hann sofið til eilífðar á fullu kaupi
Dottuðu undir ræðu Mugabe | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Slæmir eru ráðamenn þjóðarinnar sofandi eins og að undanförnu ...en guð hjálpi okkur ef helv..... vakna!
corvus corax, 23.9.2010 kl. 16:33
Ef Össur hefði einhverjar hreðjar, þá hefði hann gengið út á meðan helv... morðinginn og mannréttindabrjóturinn Robert Mugabe flutti bullræðu sína, í mótmælaskyni. En Össuri er sjálfsagt alveg skítsama um mannréttindabrot, hann lokar bara augunum.
Svo heitir landið ZIMBABWE en ekki Simbabve og heldur ekki Simpapfe. Nafnið er borið fram svona: [zim-bab-we] með áherzlu á bab, með rödduðu z og w eins og borið fram á ensku. Zimbabwe. That wasn't too difficult, was it?
Vendetta, 23.9.2010 kl. 16:42
Vendetta hefurðu íhugað þann möguleika að þetta hafi verið viljandi gert til þess að dissa Mugabe?
Geiri (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 17:09
Geiri: Í alvöru? Helduru að Mugabe lesi mbl.is
Jóhann (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 17:13
"Vendetta hefurðu íhugað þann möguleika að þetta hafi verið viljandi gert til þess að dissa Mugabe?"
Já, þú meinar. En hefði Össur þá ekki frekar átt að taka skrefið fullt og lúberja Mugabe með dúnfjöður?
Vendetta, 23.9.2010 kl. 17:51
Eru þau ekki bara öll "næturbloggarar"?
Norðansól (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 17:56
Vendetta, ég er að reyna bera fram Zimbabwe rétt en segi alltaf Zimbabe með áherslu á -be þarna í endann. Ég skil ekki afhverju þetta kemur svona út hjá mér. Alltaf áhersla á -be. Þú sagðir að það ætti að vera áhersla á -bab. Já, ég er að reyna segja -bab. En segi alltaf -be.
Ætla að halda áfram að æfa mig.
bab
bab
Be NEI OHH
Barði (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 18:42
Barði. að öllu gríni slepptu, þá er þetta ekkert erfitt. En (og þetta gleymdi ég að taka fram) að þú verður að radda b-ið. Þannig hljóð er ekki til í íslenzku. Ef þú þannig raddar b-ið, þá er mikið auðveldara að bera fram w-hljóðið á eftir. En þetta w-hljóð á líka að vera mjög rúnnað eins og "wou" í enska orðinu "would", en samt mjög stutt. Prófaðu aftur og leyfðu mér að fylgjast með.
Þegar ég ber fram "Zimbabwe", þá hljóma ég eins og maður sem talar swahili í afrískri bíómynd. Sérstaklega ef ég síðan segi "Mugabe" mjög reiðilega.
Vendetta, 23.9.2010 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.