Argasta hræsni
Mánudagur, 11. október 2010
Að banna hamp er í besta falli fáfræði og því versta er það argasta hræsni á meðan ríkið leyfir fíkniefni á borð við áfengi og tóbak.
Að banna hamp sem er einhver mesta nytjajurt þessa heims er ekki bara léleg samfélagsleg stjórnun heldur má beinlínis segja að um mannréttindabrot sé að ræða. Jurtin er ekki bara notuð af fólki við hinum ýmsu sjúkdómum heldur hefur hún verið notuð í frá upphafi alda í þeim tilgangi að ná tengingu við æðri máttár öfl.
Upphaflega var Hampur bannaður í Ameríku eftir að þeir sáu fram á að áfengis bannið héldi ekki. Rökleysan sem federal stjórnin í Usa notaði fyrir banninu var eitthvað á þá veginn að mexíkanar og svertingjar yrðu geðveikir og létu ekki hvítar konur í friði. Einnig var bannið sett fram vegna mikils þrýstings iðnfyrirtækjum sem voru í samkeppni við hampinn
Síðan þá hafa rangfærslur og áróður um þessa nytjajurt haft yfir allri heilbrigðri skynsemi. Fólk kokgleypir skoðanir og viðhorf sem byggð eru á fáfræði og blekkingum.
Svo maður vitni í Richard Nixon sem sá fyrir því að jurtin yrði bönnuð á sínum tíma "Við getum ekki haft það að fólk sé að nota þessa jurt, fólk safnast saman og það hugsar. Það getum við ekki liðið" (ekki orðrétt quote en það var í þessa áttina) þetta var á þeim tíma sem Víetnam stríðsglæpurinn stóð yfir og fólk(aðallega reykjandi hippar sem sáu í gegnum vitleysuna) söfnuðust saman og mótmæltu. Þetta að banna hampinn var hin besta leið til þess að loka þá inni.
Bara svo fólk geri sér grein fyrir því að úr hampjurtinni er hægt að framleiða yfir 200 þúsund mismunandi vörutegundir. Hvernig væri nú ef Ísland tæki frumkvæði í því að rækta hamp í massavís. Þeir voru nú að gera einhverjar tilraunir á tveim til þremur bæjum hér á landi í sumar.
Fyrsti maðurinn sem kom með hamp til Íslands var Leifur nokkur Eiríksson maðurinn sem kastaði öndvegissúlunum hjá Reykjavík að ósk goðana.
Það var árið 1972 sem Ísland lét undan þrýstingi að banna þessa nytjajurt. Það var eftir þrýsting Sameinuðu þjóðanna sem voru undir miklum þrýsting frá federal stjórninni í Bandaríkjunum...
Löginn á móti hampi er byggð á blekkingum og þeim ber því að hnekkja. Þetta eru fölsk lög sett fram að geðþótta og eiginhagsmunasemi. Hvernig væri nú að hann Ögmundur tæki sig til og frelsaði Íslendinga undan þessu oki svo ríkið gæti nú farið að skattleggja gersemina öllum til hagnaðar. Hver hagnast af því að eyða tíma og peningum í að eldast við vandamál sem getur verið lausn. Að fífla lögregluna og láta hana eltast við skottið á sér.
Vill lögleyfa kannabis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað á að leyfa hampinn. Bannið við honum er eins og þú segir byggt á fáfræði og fordómum.
N.N. (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 22:32
Hampur er gífurlega sterkt og endingargott trefjaefni og skákar baðmull gjörsamlega og er það vafalaust helsta ástæða þess að opinberar eignir bómullariðnaðarins fengu það bannað.
Síðan myndi lögleiðing marijúana vafalaust fljótt leiða til hruns geðlyfja og róandi risabísness lyfjaiðnaðarins og áfengisbransans líka.
Baldur Fjölnisson, 11.10.2010 kl. 22:54
Já satt er það Baldur. Enda er þetta bann ekkert annað en mannréttindabrot eins og hann segir hér að ofan. Að neyða fólk til þess að neyta kemískra efna sem unnin eru úr verksmiðju í stað þess að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að fá lyf úr náttúruni sem raska ekki jafnvægi okkar sem náttúruverur.
Jón Einarsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 23:13
Íslensk stjórnvöld eru að hækka viðurlög við ræktun á hampi. Íslendingar láta fasisman bara rúlla yfir sig.
Garðar (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 23:26
afhverju eru alldrei svona skunkar eins og þið á þingi og látið lögleiða kannabis? kannski eru freðhausarnir bara svo freðnir að þeim finnst notalegra að liggja undir sæng með tölvuna og tjá sig í gegnum lyklaborðið, of mikið mál að framkvæma eitthvað ef maður er alltaf skakkur, reykurinn er samt heavy góður, got a lovit, besta leiðin til iðjuleysis, og gott að verða aumingji en heldur samt alltaf að maður sé að fara breyta heiminum undir sænginni. lögleiðum kannabis? hmmm afhverju ekki að lögleiða spítt frekar? eða lögleiða georg bush? hmm hvernig ætli heimurinn verðu eftir fjórtán ár.
svessi (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 02:05
Svessi er ekki latur og sko alls enginn aumingi! Hann er vinnuVÉL af bestu gerð. Hlustar á það sem honum er sagt og fylgir því hratt og örugglega, almennt heilbrigður maður sem fær sér kannski einn bjór um helgar og vindil á áramótunum...
Þetta er ekki fyrsta sinn sem stór, virt læknateymi komast að þessari niðurstöðu. The Lancet nú fyrir stuttu.
Oft hefur verið sýnt fram á að efnið er mun hættuminna en til að mynda áfengi og tóbak. Ekki jafn ávanabindandi og veldur töluvert minni líkamlegum skaða.
Hvað hefurðu fyrir þér í því að allir sem neyta kannabis séu rúmliggjandi aumingjar? Held þú hafir nákvæmlega ekkert fyrir þér í því nema ímyndun.
Það að líkja lögleiðingu náttúrulegrar nytjajurtar við lögleiðingu eiturlyfs sem búið er til í vísindastofu manna er útí hött og varla svaravert, síðan eyðileggurðu þann punkt alveg með Bush gríninu.
Ljóst er þó að langt verður þangað til ræktun og dreyfing á hampi verður almennt frjáls. Kapítalinu stafar einfaldlega of mikil ógn af því.
Gestur (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 04:19
Það sem Svessi skrifar er einmitt svona fáfræði sem fer svo svakalega í taugarnar á mér! Það hafa verið gerðar fáránlega margar rannsóknir hvað lögleiðing kannabis myndi hafa í för með sér. Það er reykja gras mun ekki breyta þér í aumingja undir sæng! Jú notkun mun líklega aukast í einhvern tíma eftir lögleiðingu.. en svo myndi samfélagið jafna sig! Gras hefur margfalt minni skemmandi áhrif á líkamann en tóbak og áfengi eins og Gestur segir! Peningur frá skattlagningu kemur sér einstaklega vel!
Fyrsta skrefið væri allavega að lögleiða gras sem lyf svo að krabbameinssjúklingar, HIV smitaðir o.fl. geti notað jurtina án þess að vera að brjóta lögin!
Sandra (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 07:10
Mjög vel skrifað og mikið ef ekki allt rétt í þessu bloggi, en fólk sem ætlar eitthvað að tjá sig um að þetta breyti manni í "aumingja undir sæng" ætti fyrst að kynna sér málið vel, og þá ekki þessar kannanir sem eru byggðar á fáfræði og blekkingum og mæli þá helst með heimildarmynd sem mun heita Union: The buisness behing getting high, þar er t.d farið mjög vel oní það sem Richard Nixon gerði og flétt ofan af þessum könnunum sem hann setti fram í stríði gegn kannabisefnum. Mjög vel gerð og vönduð heimildarmynd sem grípur mann og gæti ábyggilega gert verstu mæður allavega soldið hlynntar þessum efnum.
Jósep (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 07:24
Góð grein. "Kannabis verður lögleyft á Íslandi." - Þórarinn Tyrfingsson, Ísland í dag, febrúar 2004
Skorrdal (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 08:26
Það er mannréttindamál að grasið verði leyft;
Þeir sem vilja ekki leyfa þetta, þeir hinir sömu bara hljóta að hafa ítök í undirheimum...
doctore (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 08:56
svessi (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 02:05
"besta leiðin til iðjuleysis"
Hugsanlega ert þú einn af þeim kjánum sem misnota hampinn og þekkja aðeins virkni hans með á því að leggjast í leti. Leggja heilanum og slökkva á hugsun. M.ö.o. til þess að flýja raunveruleikan.
Þeir eru þó margir sem kunna að nota jurtina í hófi og nota hana þá til skapandi verka og til úrlausna flókinna verkefna. Hampurinn hefur þau áhrif á okkur að hann skerpir til muna bæði athygli og einbeitingu.
Hecademus, 12.10.2010 kl. 14:23
Það að Kannabis sé ólöglegt er fáránleg tímaskekkja. Vísindin eru búin að sanna með margendurteknum tilraunum hversu lítiinn skaða þau valda sé þeim neytt í hófi.
Auðvitað eru dæmi um einstaklinga sem hafa fallið í þá gryfju að verða háðir efninu, tölfræðilega mun færri en þeir sem eru háðir áfengi til dæmis. Það má misnota allt og þessi forræðishyggja er óþolandi.
Ég mæli eindregið með mynd sem heitir The Run from the Cure. Ég verð reið þegar ég hugsa um hana. Lyfjaiðnaðurinn og þetta Yfirvald sem við höfum er svo rotið batterí að manni flökrar við tilhugsunina.
En núna bíðum við bara eftir kommenti frá Guðrúnum Sæmundsdætrum samfélagsins þar sem við sem erum hlynnt lögleyðingu erum ásökuð um að selja börnum fíkniefni og ætti að vísa okkur úr landi.
Elva (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 18:22
Því má bæta við hjá Hecademus að ekki ert hægt að tala um alla þá sem neyta kannabis sem "hasshausa" og "stonera"
Vissulega eru þeir til staðar en þeir eru svipaðir og alkahólistar hvað varðar áfengi.
Alltaf er til fólk sem misnotar hvaða efni sem er.
Gestur (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 19:05
Áhugavert að þú skulir nefna hann Ögmund þar sem ég spurði hann einu sinni við pallborðsumræður um hver afstaða hans væri til lögleyðingar kannabis hvort það væri sem lyf eða í öðrum tilgangi. Hann tók fram að hann væri alfarið á móti lögleiðingu þótt kannabis væri ekki endilega jafn skaðlegt og t.d. tóbak. Hann kom með líkingu og sagði að hann hafi verið reykingarmaður í mörg ár og njótti þess meðal annars að reykja í kvikmyndahúsum í Bretlandi þar sem slíkt var leyft. En það sem maður njóti stundum þótt að það sé mögulega skaðlegt fyrir mann vill maður kannski ekki endilega í eigin samfélagi. Þið getiðs sjálf túlkað hversu fáránleg þessi staðhæfing er.
Arnaldur Sigurðarson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.