Ef ég skyldi ráða mér skipstjóra

Ef ég skyldi ráða mér skipstjóra til þess að sigla með mig og stórfjölskylduna Suður á bóginn, en skipstjórinn er sífellt við það að sigla fallegu snekkjunni minni í strand. Hann fer inn á slóðir sjóræningja og reynir í sífellu að snúa við og sigla til Evrópu því hann langar svo mikið að hitta vini sína í sértrúarsöfnuðinum sínum.

Ef þetta væri raunin þá myndi ég henda honum út í næstu höfn og ráða mér nýjan skipstjóra.

Ef einungis 9% af þjóðinni treystir ríkistjórninni til þess að stýra þjóðarskútunni þá á hún að ráða sér nýja stjórn. Ef skipstjórinn neitar að fara af brúnni þá er aðeins eitt í stöðunni.

Hvað gera skipverjar sem treysta ekki lengur skipstjóra sínum?


mbl.is Einungis 9% bera mikið traust til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband