Kominn tími til

Þessari tillögu ber að fanga, hún er löngu tímabær. Hryðjuverk Breta gegn Íslandi hafa kostað okkur meira en hægt er að gera sér grein fyrir. Bretar vita upp á sig sökina en treysta á að við tökum þessum bara þegjandi og hljóðalaust, ásamt því að játa á okkur iceslave glæpinn.


mbl.is Vilja höfða mál gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvita veit breska stjórnin upp á sig sökina.

Málið er bara að setning þessara hryðjuverkalaga var ekki tilefnislaus.

Ástæða setningar hryðjuverkalaganna er eitt svívirðilegasta og stærsta rán sem framið hefur verið í Evrópu. það var þegar réttkjörin stjórnvöld á Íslandi ákváðu að tryggja allar innistæður að fullu í bankakerfi sem var 10 sinnu stærra en landsframleiðslan. Til þess að tryggja þessar innistæður þá ákvað Þingvallastjórnin á næturfundi að stela ca. 3000 milljörðum frá öllum helstu lánastofnunum heims. Lánastofnunum sem höfðu átt í viðskiptum við íslensku bankana. Þetta var gert með því að "breyta forgangsröðun" krafna í þrotabúi bankana.

Almenningur á Íslandi var síðan veðsettur fyrir afganginum þannig að allar innistæður væru örugglega tryggðar. Með öðrum orðum afgangnum stolið frá launafólki á Íslandi.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá hefðu innistæðueigendur sem áttu meira en 3,5 milljón króna tapað 70% til 80% af sínum innistæðum umfram þessar 3,5 milljón. Á móti þá hefði ekki króna fallið á launafólk á Íslandi vegna gjaldþrots bankana.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá hefðu erlendar lánastofnanir ekki tapað aukalega nær þrjú þúsund milljörðum króna.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá hefðu íslensk stjórnvöld ekki staðið fyrir stærsta ráni sem framið hefur verið í Evrópu frá stríðslokum og þar með gert Ísland að ræningjaríki.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett og öllum leikreglum samfélagsins ekki verið breytt á einum næturfundi þá væri ekki til staðar þetta vantraust erlendra lánastofnanna á öllu því sem íslenskt er. Að breyta ás og kóng í miðju spili og gera fjarkann og fimmuna hærri er ein mesta glæpamennska sem við Íslendingar höfum framið. Og allt þetta til að tryggja innistæður nokkurra moldríkra einstaklinga.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá segðu erlendar lánsstofnanir ekki þetta: "Nei við lánum ekki aftur til Íslands. Ef bankarnir þeirra lenda aftur í vandræðum þá bara stela þeir peningunum okkar aftur og láta innistæðueigendur fá þá".

Mikil er ábyrgð þeirra sem gerðu okkur Íslendinga að ræningjalýð í augum þjóða heims.

Að kalla þetta síðan allt saman "Icesave" er síðan hluti af blekkingunni og gert í þeim tilgangi að hylma yfir ráninu og leiða umræðuna frá hinum raunverulega glæp og að þessum Icesave reikningum sem löngu er búið að leysa og er samningsmál milli stjórnvalda.

Það að einkafyrirtæki fái ekki fyrirgreiðslu i erlendum fjármálafyrirtækjum hefur ekkert að gera með einhver vaxtakjör og hvort Ísland greiðir 90 eða 180 milljarða til ríkistjórna Bretlands og Hollands.

Ástæða þess að einkafyrirtæki fá ekki fyrirgreiðslu í erlendum fjármálafyrirtækjum er stærsta rán Evrópu sem stjórnvöld á Íslandi frömdu með setningu neyðarlaganna og afleiðing þess er sú að engin treystir Íslending.

Mikil er ábyrgð þessa fólks sem sat Þingvallastjórnina.

Að ætla í mál við Bretana vegna hryðjuverkalaga sem er svar þeirra við 3000 milljarða króna ráni íslensk stjórnvalda á öllum helstu fjármálastofnunum heims, þar á meðal Seðlabönkum flestra ríkja Evrópu er bara Djókur og ber þess vitni að þetta fólk sem að þessari tillögu stendur skilur ekki þetta mál.

Pési (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 18:07

2 identicon

Hvernig stendur á því að þessi frétt er horfin af forsíðu mbl.is?

Sigurður (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 21:43

3 Smámynd: Hecademus

Flott færsla hjá þér Pési nennti næstum því að lesa hana alla í gegn. Þú miðar flott á kjarna málsins í kringum neyðarlöginn sem Samfylking og Sjáflstæðisflokkur spunnu upp. Lög sem varla voru spunnin upp úr hattinum en voru samt alveg klár þegar allt hrundi.

Mikil er þeirra sök á því hvernig komið er fyrir vorri þjóð í dag, satt er það. Því miður hefur Samspillinginn náð að hvítþvo sig í gegnum vitleysuna og enn stjórnar hún í dag. Enn hafa bjúrókratarefirnir hreðjartak á Íslenskri pólitík, og að miklu leitu á Íslenskri alþýðu.

Að baki Icesave er bæði stórt og flókið mál, sem að mestu leyti er flókið til þess að rugla hinn almenna borgara frá kjarna málsins. Í kjarnan er hér verið að láta alþýðu Íslands borga fyrir svikamylly/mistök stórfyritækis.

Þrátt fyrir að regluverk ESB hafi verið gallað í formsatriðum frá upphafi þá hyggst ríkið taka á sig mistökinn(þó búið sé að breyta regluverkinu í dag). Sá skrípaleikur sem er að eiga sér stað hér á Íslandi er skólabóka dæmi um hvernig ríkisvald tekur á sig kapitalíska einkaskuld sem sýnir í skýru ljósi viðurkenningu á fasískum gildum innana stjónsýslunar. Þ.e.a.s. Að svokölluð sósialískt ríkistjórn taki á sig kapítaliska ábyrgð sem lendir á endanum á alþýðunni. Fasisma má túlka þar sem ríkisvald tekur sig saman með stórfyrirtæki þar sem alþyðan þar að borga...

Hecademus, 19.11.2010 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband